Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 42
40
Hlín
fermingarvorið hennar. — Altaf, til hinstu stundar, mint-
ist hún með tregablandinni gleði þess eina árs, sem hún
naut ástríkis liinnar góðu móður. — Aldrei sagðist hún
hafa heyrt móður sína kvarta yfir kjörum sínum, þótt hún
oft væri rnjög þjáð. En oft mintist hún þess, í sinni eigin
lífsbaráttu, að hún heyrði móður sína eitt sinn segja:
„Guð hjálpi öllum, sem bágt eiga, hann skilur mig þá
ekki eina eftir.“
Jafnskjótt eftir ferminguna hófst hin erfiða vinnu-
konustaða móður minnar, sem hún síðan var í í hartnær
fjörutíu ár. Hefur margur hlotið viðurkenningu fyrir
minna lífsstarf. — Þegar móðir mín var sextán ára sagðist
hún hafa fengið 12 kr. í kaup um árið. En hæst fór það í
16 kr., árskaupið, meðan hún dvaldi í Svarfaðardal. En
þar var hún til 28 ára aldurs. Þá fluttu foreldrar mínir
inn í Arnarneshrepp og dvöldu þar lengst af eftir það.
Ekki hefði vinnukonustaðan orðið móður minni erfið,
ef hún hefði ekki haft fleiri skyldum að gegna. — Hún
giftist, þegar hún var 21 árs og eignaðist níu börn. — Við
konurnar getum gert okkur í hugarlund, hvert starf hún
hefur int af hendi, því mikils var þá krafist og engir frí-
dagar. — Oft þurfti liún að hafa börnin hjá sjer við vinn-
una, og ekki mátti eyða tíma til að sinna þeim. Oft hefur
því svefntími hennar verið stuttur, enda hef jeg aldrei
þekt manneskju, sem komst af með jafn lítinn svefn. —
Á sumum heimilum þurfti hún að hafa barnið á mat sín-
um til tveggja ára aldurs. Sagði hún, að það hefði ekki
verið frekar á fátækari heimilunum heldur en þeim ríku.
— Ætíð mintist móðir mín húsbænda sinna með hlýhug
og virðingu.
Þegar móðir mín var innan við tvítugt, var Itún eitt ár
vinnukona á Skáldalæk. Dreymdi hana þá, að hún átti
að bera mann yfir ána neðan við bæinn. — Þegar hún er
komin út í ána finst henni maðurinn þyngjast skyndilega,
og hún finnur, að hún ætlar ekki að komast yfir. Fer hún
þá að syngja sálmavers. Ljettist þá byrðin, svo hún komst