Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 34
32
Hlín
Þórunn var fædd 15. september 1844, en andlát hennar
bar að 8. nóvember 1918, eftir þunga og langa legu. —
Ekki var mjer ókunnugt um, að frænka mín var lengi
búin að þrá að losna við líkamsfjötrana, svo hún mætti
fljúga frjáls til æðri heima, þar sem hún átti víst að hitta
alla ástvinina, sem biðu eftir að umvefja hana með kær-
leika, er hún sameinaðist þeim aftur á landi ljóss og frið-
ar, þar sem hugur hennar hafði að mestu dvalið á æfi-
kvöldinu. — Það er mín trú, að yndisleg hafi heimkoman
verið, þar sem allir ástvinirnir og ljósubörnin Iiafa tekið
á móti Iienni, og jeg veit, að kærleikisríkur frelsari vor
hefur beðið hennar með útbreiddan náðarfaðm sinn, því
svo oft fann hún til návistar hans hjer í lífi, er liún í við-
kvæmri bæn kraup við kross hans og bað um styrk til að
geta verið hans sannur lærisveinn.
Sesselja Kr. Eldjárn.
Kvæði flutt Þórunni Hjörleifsdóttur, Ijósmóður, í
heiðurssamsæti, er henni var haldið á Dalvík, .er hún sagði
af sjer Ijósmóðurstörl'um 15. september 1915. Ort af Jóni
Björnssyni, ritstjóra, frá Dalvík.
Hljómi þökk. Hljómi hrós
þjer, sem ráðsnjöll æfi alla
aldrei hug nje mund ljest falla
við að gefa lífi ljós.
Hverjum skyldi lofgjörð lýða
líknstarf þakka nú og fyr
ef ei þeim, sem annast fyrstir
lífs vors hyr?
Hraustir menn, hugdjörf sprund
skrýddust fyrstu fötum sínum
fávís, klökk í örmum þínum
æfi sinnar sigurstund.