Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 20
18
Hlin
að leika sjer í baðstofunni á Birnufelli. Það vorum við
Bögga systir mín (Guðrún Björg, nú húsfreyja að Mið-
húsaseli, og sú er þetta skrifar). Jeg var langt komin á 4.
árið, en Bögga var 5 ára. — Anna, elsta systirin, var 6 ára
gömul (nú húsfreyja í Gunnhildargerði) var ekki inni
hjá okkur. — Við Bögga vorum að leika okkur að því að
spjeklippa livor aðra. — Pabbi var ekki heima, hafði farið *
norður á Jijkuldal til að sækja þangað ráðskonuna. —
Þegar við sátum þarna heyrðum við hunda gelta og .
hringla í beislum. Vissum þá að pabbi mundi vera kom-
inn og flýttum okkur ofan í eldhús. — Þá opnaðist lmrðin,
og inn kom kona, meðalhá vexti og svaraði sjer vel. Hún
var í fallegum reiðfötum, með mörgum hnöppum, og
ljómandi úrfesti um barminn. Hún hafði ljósjarpt hár
mikið, fljettað í 4 fljettur. Þessi kona var Guðný Stefáns-
dóttir. Hún heilsaði okkur hlýlega og settist, bauð okkur
að koma til sín. Við vorum báðar feimnar. Samt fór jeg
til hennar og hún setti mig í keltu sjer. Jeg fór að skoða
úrfestina Iiennar og hnappana. Allt í einu fann jeg detta
dropa á kollinn á mjer. Jeg brá hendinni upp á kollinn
og leit framan í konuna, þar var ekkert að sjá nema bless-
aða hýru. „Þar var ekkert æst nje grett“. — Hún fór svo
að tala við okkur, spyrja hvernig stæði á því að hárið á
okkur væri svona. Fjekk sjer svo skæri og jafnaði alla
stalla á liárinu á „litlu stúlkunum sínum“. Þannig kall-
aði hún okkur Böggu systur mína upp frá því.
Þessi drungalegi júnídagur Iiafði fært okkur umhyggju-
sarna og kærleiksríka hönd. Hönd, sem hlúði að okkur af
ást og fórnarlund þau 9 ár, sem hún dvaldi hjer. Tryggð
hennar entist til banadægurs.
Hvernig var hún í daglegri umgengni þessi sorgmædda
kona? Hún var altaf jafn broshýr og glöð. Veit maður þó, /
hvað hún liefur liðið. En það var vandlega falið. Trúin
hóf hana yfir harma og kvöl. Það heyrðist aldrei á henni,
að hún hefði reynt neitt mótlæti. Hún gleymdi sjálfri