Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 72
70
Hlin
greinum, vita fullvel, að starfsmaðurinn, sem er áhugalít-
ill utangarnagaur, verður sí og æ sjálfum sjer og öðrum til
ama á vinnustaðnum. — Hverju einasta fyrirtæki, sem
þarf á mörgum starfsmönnum að halda, er því rnikils
virði að geta valið þá, sem fyrirtækinu henta á hverjum
tíma. — Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð, segir
gamalt orðtæki. — Slæmur gikkur á vinnustað er mesti
ólukkufugl, hann eyðileggur oft og einatt vinnugleðina
fyrir öðrum, og stundum gengur öfuguggaháttur hans
svo langt, að betra væri að borga honum fyrir að fara
heim og leggja sig útaf, heldur en þola vandræðahjal lians
og vinnusnuddsvelting innan um hóp annara launþega.
Þetta hafa mörg erlend fyrirtæki gert sjer ljóst fyrir
löngu. — Bandaríkjamenn hafa verið sjerstaklega hagsýnir
á þessu sviði, eru í Bandaríkjunum bæði opinberar og
einkastofnanir, sem veita leiðbeiningar í atvinnuvali. —
Á Norðurlöndum er þessi starfsemi einnig orðin almenn.
— í Kaupmannahöfn er fengin rnargra ára reynsla á
þessu sviði, og nú eru einnig komnar leiðbeiningatsofn-
anir í fjölda smærri bæja víðsvegar um landið. — Þessar
sjálfstæðu stofnanir, sem eru reknar af bæjum eða ríki,
eru einkum ætlaðar unglingum, sem eru hættir í skóla,
þótt skólarnir geti vitanlega, í samráði við foreldrana,
vísað börnum á skólaaldri þangað. — Nú er einnig farið
að veita börnum hjálparskólanna sjerstakar leiðbeiningar
í atvinnuvali, e.n hjálparskóíar eru sjerskólar sem ætlaðir
eru fremur vangefnum börnum, sem ekki eru fávitar, en
slíka skóla eigum við ekki enn. — I Noregi rekur ríkisút-
varpið fræðslu í atvinnuvali á þann hátt, að haldnir eru
fyrirlestrar um ýmsar starfsgreinar, sagt frá lrvaða mentun
þarf til þess að geta tekist ákveðin störf á liendur, og hvar
hægt er að afla sjer ákveðinnar mentunar, hversu löng
skólagangan er og hversu mikið hún kostar. — Þessi
fræðslustarfsemi er sjerstaklega mikils virði í stóru og
strjálbýlu landi eins og Noregi, þótt hún sje aðeins ætluð
hinni eiginlegu leiðbeiningastarfsemi til aðstoðar. Hugs-