Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 112
110
Hlín
Kostir sveitalífsins.
Þegar við, sem eigum heima í sveitinni, heyrum í Út-
varpi eða lesum í blöðum um margvíslegar skemtanir og
manní'undi, sem sífelt eru haldnir í kaupstöðum og ann-
arstaðar í þjettbýli, þá verður manni það stundum á að
hugsa sem svo: „Ósköp er nú dauft og fátt til skemtunar
í strjálbýlinu og fámenninu heima.“ — En er það þá
ekkert, sem fólkið í sveitinni hefur í staðinn fyrir sam-
komurnar og fundahöldin í kaupstöðunum? — ]ú, vissu-
lega er það svo, bara ef maður kann að meta það og lærir
að njóta þess. — Þetta, senr allir i sveitinni geta veitt sjer,
það er að njóta fegurðar og yndis hinnar ósnortnu og
frjálsu náttúru og samlífsins við dýrin, sem geta öll, hvert
á sinn hátt, orðið okkar yndislegustu fjelagar og tryggustu
vinir. — Þetta þurfum við sveitafólkið að læra að meta og
kunna að nota okkur til ánægju og yndisauka. — Og það
leyfi jeg mjer að fullyrða, að ef við kunnum það, þurfum
við ekki að líta neinum öfundaraugum til þeirra, sem hafa
tækifærin til að njóta skemtanalífsins í margmenni
kaupstaðanna. — Við skulum líka gera okkur það ljóst, að
þær skemtanir fást ekki ókeypis. — Þær kosta mikla pen-
inga og stundum kosta þær líka annað og nreira heldur
en peninga. — Það eru því miður ekki nærri allir, sem
kunna þá list að skemta sjer í hófi — kunna að geta hætt
hverjum leik þá hann hæst fram fer. — Ekkert slíkt er
samfara ]tví, sem sveitin býður sínum börnum. — Það
kostar enga peninga að skoða foldarskartið, virða fyrir
sjer smávinina fögru, sem Jónas kveður um, það kostar
engin fjárútlát að njóta fegurðar á kyrru kvöldi, þegar
„kvöldblíðan lognværa kyssir livern reit“. — Þá er það
hverjum og einum holt og þarft að láta frið og mildi nátt-