Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 93
Hlirí
91
algengur. — Þá voru aðrir sullaveikir. — Sumstaðar mátti
jeg ekki koma, því þar var taugaveiki, en hjeraðslækni,
Ólafi Finsen, tókst að ráða niðurlögum hennar, hann
Ijet loka mörgum vatnsbólum, þaðan sem álitið var að
taugaveikin kæmi. — Þá voru hjer ennfremur nokkur til-
felli af líkþrá og holdsveiki, bæði á körlum og konum,
Sjúkrahúsið á Akranesi.
sjerstaklega er mjer eitt holdsveikistilfellið minnisstætt,
þar átti í hlut ung'ur maður, er hafði verið formaður á
skipi fyrir föður rninn. Jeg var oft send með mjólk til
hans, oft kom harin sjálfur til dyra og tók við flöskunni,
hann liafði æiinlega vettlinga á höndum, hefur víst verið
með sár á höndunum, og ekki sá jeg nerna óglögt í augun
fyrir bólgu, hann liefur víst haft gaman af að sjá litlu
hnátuna, því itann tók altaf í hendi mjer þegar jeg fór. —
Þá kem jeg að þeim sjúkdómi, sem mestum felmtri sló á
ungt fólk, en það var lungnatæringin, og hjer á Akranesi
gerði hún mikinn usla. — Þegar móðir mín var orðin há-
öldruð kona, sagði hún eitt sinn við mig, að aldrei hefði
hún lagst svo til svefns, að hún hefði ekki beðið hinn
líknsama föður að láta engil hvíta dauðans ganga fram