Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 92
90
H lín
Heilbrigðismál.
Sjúkrahúsið á Akranesi.
Frá því að hin óliáða Regla Góðtemplara var stofnuð
lijer á lancli 10. janúar 1884 og til þessa dags, hafa margir
ágætir menn og konur verið í þeim góða fjelagsskap, fólk,
sem reynt hefur af fremsta megni að láta gott af sjer leiða
á mörgum sviðum þjóðfjelagsins, en sjerstaklega eru það
þó líknarmálin, er þar hafa orðið þung á metunum, —
Svo hefur þetta einnig orðið lijer á Akranesi.
Hin fyrsta uppástunga um byggingu sjúkraskýlis á
Akranesi var borin fram þ. 5. desember 1915 af Mettu
Steinunni Ilansdóttur, fædd Hoffmann, í stúkunni Akur-
blóm nr. 3. — Uppástungan var studd af Sumarliða Hall-
dórssyni, skógfræðingi, og samþykt eftir ýtarlegar um-
ræðunog strax kosin hlutaveltunefnd, sem starfaði með
góðum árangri. — Þ. 5. desember tók jeg við fyrstu 100
krónunum frá móður minni, Mettu, og öðrum 100 kr. frá
Sum'arliða Halldórssyni. Jafnframt bað móðir mín mig
þess að taka þetta mál að mjer, jeg hef af veikum nrætti
reynt að gera þessa bón hennar, og í hennar minningu
og stúkunnar minnar, hef jeg gert það lítið sem jeg hef
afkastað þessu nauðsynjamáli til stuðnings.
Aður en jeg fer lengra út í sjúkraskýlismálið, ætla jeg
að skyggnast 50—60 ár aftur í tímann hjer á Akranesi. —
Á heimili foreldra rninna var útsala á „Þjóðólfi“, og vor-
um við, Ingunn systir mín, látnar bera blöðin út til kaup-
enda. — Þá var hjer öðruvísi umhorfs en nú, byggingar
flestar ljelegar og fáir vegir, aðeins götuslóðar. — Jeg var
snemma eftirtektarsöm. Þegar jeg kom á heimilin, tók
jeg eftir því, að svo mörgum var þungt fyrir brjósti og
hræktu ljótum hrákum, og því miður oft á gólfin. Mjer
var sagt, að þessi sjúkdómur hjeti brjóstveiki og var mjög