Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 23
Hlin
21
stúlkurn'ar, til að annast, þá liafði jeg eitthvað að lifa fyr-
ir.“ — Guðný hætti ekki að bera umhyggju fyrir okkur
systrunum, þótt hún færi hjeðan. Hún bar velferð okkar
ntjög fy.rir brjósti. — Þegar við Bögga fórum að heiman
til náms, kom hún að finna okkur, og að skilnaði tók hún
fallega, litla úrið sitt og gaf mjer. Átti þó enga klukku, og
* var þá sjálf við húsmóðurstörf hjá bræðrum tveim út í
Hlíð. — Nú er litla úrið mitt fyrir löngu stansað. — Flest
það, sem hún gaf mjer, hefur tímans tönn máð á brott, en
kærleikur hennar og fórnarlund fylgir mjer alla æfi.
Ollum sem þektu Guðnýju þótti vænt um hana. Hún
var altaf að bæta og græða Hún gaf mörgum af auð hjarta
síns og eigna sinna líka, því liún var sæmilega vel efnuð.
— Hún átti engan óvin, talaði aldrei illa um aðra, átti
altaf nógar málsbætur handa þeim, sem hallað var á.
— Traustustu þættirnir í skapgerð hennar var góðvild og
trú á handleiðslu Guðs. Hún gleymdi sjer og sínum þörf-
um í umhyggjunni fyrir annara hag.
Eins og áður er sagt, andaðist Guðný 26. júlí 1933.
Jeg var þá suður í Reykjavík til lækninga. — Vissi ekki að
hún var dáin. — Tæpri viku eftir lát hennar dreymir mig
að það er sagt við mig: „Guðný þín er dáin og komin til
Reykjavíkur.“ — Jeg hrökk upp og sá Ijósklædda veru
svífa úr herberginu. — Þá vissi jeg að Guðný mín mundi
hafa lokið dvöl sinni í Jökuldal mannlífsins.
Jarðarför hennar fór fram 4. ágúst frá Gunnhildargerði
að viðstöddu fjölmenni, etl hún var jarðsett að Hofteigi
á Jökuldal við hlið ástvina sinna. — Síra Sigurjón, sóknar-
prestur að Kirkjubæ, flutti þar húskveðju. Hann rnint-
ist þess, að hún hefði verið sú „systirin, sem þvoði fætur
frelsarans og lifði í þjónustusemi annara, þvoði marga
^ fætur og þerði mörg tár.“
Fáum árum eftir lát Guðnýjar minnar var jeg aftur
stödd í Reykjavík. Þá fór jeg á skyggnifund. — Jeg fjekk
að vita margt, sem gladdi mig. En ekki síst vakti það mjer
fögnuð, að hún Gnðný mín stóð broshýr og glöð bak við