Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 38
36
Hlín
og altaf verið veitandi, en aldrei þurfandi, eins og það var
kallað á þeim tímum. — Faðir minn ^ar talinn vera mjög
hjálpsamur, smíðaði bæði trje og járn, og var allra manna
ötulastur til verka, bæði á sjó og landi. — Hans var því
oft vitjað, ef til þurfti að taka, og ér mjer það í barns-
minni, að aldrei stóð svo illa á heima, að móðir mín teldi
úr, þó hann færi að heiman, en tók þá gjarnan sjálf til
við aðkallandi útiverk, meðan við vorum ungir, dreng-
irnir, ef ekki var vinnufólk við hendina.
Þau lijónin eignuðust 10 börn, einn dreng mistu þau
á fjórða ári Hin komust öll upp, og flest fengu einhverja
skólamentun, þrátt fyrir lítil efni foreldranna. — Móðir
mín kendi okkur að mestu lestur, elstu börnunum.
Vorið 1913 fluttust foreldrar mínir frá Höskuldarnesi
í Presthólahreppi að Grasgeira í sömu sveit. — Grasgeiri
er heiðarkot, sem þá hafði staðið um þrjátíu ár í eyði. —
Auðvitað algerlega húsalaust og ekkert tún. — Þangað
komu þau með 8 börn. Við tveir, elstu bræðurnir, fermd-
ir, og það yngsta á fyrsta ári. — Heyskapur var þarna
mikill, en afar erfiður. Það þurfti því mikla bjartsýni
og trú á Guð og sinn eigin dugnað til þess að leggja þarna
hönd að verki. — En nú þóttist móðir mín þess fullviss,
ef tækist að rækta og liýsa þetta kot, þá mundi flutning-
unum linna, en á þeim var hún orðin meira en þreytt. —
Þarna urðu því allir að vinna, því nú varð að duga eða
drepast. — Pabbi var oft að heiman við smíðar eða á sjó,
til að afla þessu litla búi tekna, en hann var ótrauður til
stórræða og dró ekki af sjer. — Sumarið 1921 dó faðir
minn, 50 ára að aldri, og voru þá skuldir miklar á búinu
eins og hjá flestum bændum eftir verðfallsárin á undan.
— Það var ekki að skapi móður minnar að bregða búi, hún
fjekk því leyfi til að sitja í óskiftu búi. — Hennar von var
það lengst, að eitthvað af börnunum mundi vilja búa þar
eftir að hennar nyti ekki lengur við. — Þetta gekk alt vel
til ársins 1945, því bræðurnir tóku við hver af öðrum og
voru bústjórar, tveir fóru á búnaðarskóla, og bættu síðan