Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 115
HUn
113
hina mestu þjóðernislega hættu, sem þjóðin hefur enn
þurft að mæta. — Það er rnikið talað um þessa hættu, bæði
austan hafs og vestan. — Til eru jafnvel þeir menn hjer
vestra sem segja: „Til hvers er fyrir okkur lijer vestur frá
að vera að reyna að halda við íslenskum menningarverð-
mætum, ef stofnþjóðin er að verða eitthvað annað en ís-
lensk?“ — Ef það væri svo, sem auðvitað er hin mesta
fjarstæða, þá ætti það að vera okkur sterkari hvöt en
nokkuð annað til að varðveita menningararf okkar. — Það
eru til fleiri eyjar en úthafseyjar. Það eru til þjóðernis-
legar eyjar inn í miðjum meginlöndum heimsálfanna,
og þær halda sjer víða í góðu gengi, þrátt fyrir rás tímans
og skeyti, senr að þeim er beint. — Við Vestur-íslending-
ar, erum ein slík eyja, mitt í Atlantshafi allra þjóða og
kynkvísla undir sólinni. — Við námum hjer land sem
þjóðflokkur fyrir þremur aldarfjórðungum, og því var
strax spáð, að við mundum þá þegar sökkva í sjó og
hverfa. — En eftir öll jressi ár erum við Jró ekki lakar á
vegi stödd en svo, að við gefum út tvö vikublöð á íslensku,
höldum við þjóðræknisfjelagi með fjölda deilda víðsvegar,
eigum kirkjur og söfnuði í ílestum sveitum, Jrar sem fólk
okkar býr, þar senr íslensk tnnga er notuð að einhverju
leyti, og höfum nýlega lagt fram stórar fórnir í reiðu fje
til að setja á stofn kennaraembætti í íslensku við háskóla
Jressa fylkis.
Þar senr okkur hefur tekist að varðveita menningararf
okkar í Jressu enska mannhafi í þrjá aldarfjórðunga, ætti
stofnjrjóð okkar að vera vorkunarlaust að halda sjer
óbrjálaðri, Jrrátt fyrir sókn frá og sambúð við nokkrar
þúsundir erlendra manna.
En Jrað er enginn vafi á Jrví, að það reynir nú meira á
heimaþjóðina í Jrjóðernislegu og menningarlegu tilliti en
nokkru sinni fyr. — Ekki er það heldur vafa bundið, að
bræður okkar austan hafs veita okkur hjer vestra nána
eftirtekt, einkum á mannfundum eins og þeim sem fram
fara hjer Jæssa dagana. Og það megum við gjarnan muna,
8