Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 138
136
Hlin
að stríða, vegna fátæktar, veikinda o. fl. — Fundardagar voru
ákveðnir 1. miðvikudagur hvers mánaðar, frá sept. til maí, að
báðum mánuðum meðtöldum, eða 9 fundir árlega. — Frá stofn-
un fjelagsins og fram til fundarins í apríl 1952, hafa verið haldn-
ir 415 fundir í fjelaginu og svarar það til þess, að enginn reglu-
legur fundur hafi fallið niður, og 16 aukafundir haldnir. —
Þetta er tekið fram vegna þess, að það er sennilega einsdæmi
í fjelagsskap, að fundir sjeu svo vel sóttir, og einnig hitt, að það
sýnir Ijóslega þá einingu og góðan fjelagsanda, sem ríkt hefur í
fjelaginu frá upphafi, og á sjer sennilega enga hliðstæðu.
Tekna hefur fjelagið aflað með leiksýningum, skemtunum,
dansleikjum ,hlutaveltum, veitingasölu o. fl. Einnig hefur ár-
lega verið haldinn basar og seldir þar allskonar munir, er
fjelagskonur sjálfar hafa búið til.
Þá skal hjer í stórum dráttum skýrt frá, hvernig því fje hef-
ur verið varið, er fjelagið hefur aflað:
Gefið til fátækra og sjúkra ................kr. 144,440,00
Gefið til Sjúkrahúss Vestmannaeyja.......... — 23,000,00
Gefið til Elliheimilis Vestmannaeyja........ — 20,000,00
Gefið til ýmsra mannúðar- og menningarmála,
svo sem Björgunarfjelags Vestmannaeyja, S. I.
B. S., Rauða krossins, Hallveigarstaða, Stú-
dentagarðsins, Árnasafns, Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna, Sundlaugar Vestmannaeyja,
Kirkju- og kirkjugarðs, Björgunarskýlis á
Faxaskeri og fleira og fleira................ — 32,000,00
Samtals kr. 219,440,00
Á vegum fjelagsins hafa verið haldin matreiðslu- og sauma-
námsskeið. — Auk þess hafa fjelagskonur styrkt fátækar sæng-
urkonur með mat- og fatagjöfum úr eigin vasa.
Minningarspjöld hefur fjelagið selt, og úr þeim sjóði gefið
nokkur þúsund krónur til sjúklinga, sem hafa farið á Vífils-
staðahæli.
Núverandi fjelagar eru 96, þar af 9 heiðursfjelagar.
Framanskráðar upplýsingar um gjafir eru samkvæmt reikn-
ingum fjelagsins til 31. desember 1952.
Formaður „Líknar“ er Ingibjörg Olafsdóttir.
Vestmannaeyjum, 28. apríl 1953.
Kristjana Óladóltir, ritari.