Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 145
Hlin
143
mjög einfaldan hátt, t. d. soðin með kandíssykri í litlu vatni,
besta meðal við hósta og kvefi. — Sumar tegundir magaveiki er
einnig hægt að lækna með því að nærast eingöngu á grasamjólk,
sem líkast þessari uppskrift:
% 1. nýmjólk,
V2 1. vatn,
1 bolli þur grös,
2 tekskeiðar sykur.
Grösin þvegin og hreinsuð, látin út í mjólkina þegar sýður.
Sjóði í 5 mínútur. Sykurinn og örlítið salt látið í. Látið standa
um stund, svo grösin þykkni og jafnist.
Grasatínsla.
Gæta ætti þess, þegar fjalalgrös eru tínd, að gera það hrein-
lega. Láta sem minst gras og mosa fara með. Fara varlega með
pokana, þegar búið er að þurka grösin, þau eru þá hörð og
stökk og molna við slæma meðferð. — Kvöldið áður en mat-
reiða á fjallagrös er gott að leggja þau, sem óhreinsuð eru, í
dálítið heitt vatn. Tína þau síðan vot og hreinsa á gatasíu
undir vatnskrananum. — Breiða þau síðan á hreint stykki, sjest
þá ef nokkur óhreinindi eru eftir.
Hvað fjallagrasarjetti snertir vil jeg aðeins benda á ágætar
uppskriftir í matreiðslubókum okkar, bæði hjá Jóninnu frá
Draflastöðum og Helgu Sigurðardóttur, kennaraskólastýru.
Enga grasarjetti hef jeg þó fengið betri en Grasaystinginn hjá
Þingeyingum. Hann er jafn ljúffengur kaldur sem heitur, eink-
um að sumarlagi. Vil jeg ráða þeim, er ekki þekkja þennan rjett,
að fá uppskrift af honum hjá einhverri þingeyskri húsmóður.
------o------
Grasamjólk jöfnuð með heilhveiti:
2 1. undanrenna,
2 litlir bollar þur grös.
1 matskeið heilhveiti,
V2 matskeið smjör,
2 teskeiðar sykur, örlítið salt.
Soðið eins og fyr greinir, nema mjölið með smjörinu, hrært
út í mjólk, látið saman við á meðan sýður. Sykur og salt eftir
smekk.