Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 71
Hlín
G9
Leiðbeinendur í atvinnuvali eiga að leitast við að koma
í veg fyrir eins mörg mistök á þessum sviðum og kostur
er á. — Hlutverk leiðbeiningastofnunar er fyrst og fremst
að benda hverjum og einum á sem lieillaríkasta leið, sem
bæði einstaklingum og þjóðfjelaginu iná til gagns verða.
— Þessi orð þurfa frekari skýringar: Eðlilegt væri að ein-
hver spyrði: Hvernig mega leiðbeiningar í atvinnuvali
verða þjóðfjelagsheildinni að gagni beinlínis? — Því er
auðsvarað. — Eitt af verkefnum slíkrar stofnunar er að
athuga, hversu mörgum mönnum þarf að bæta við innan
hverrar starfsgreinar á næstu árum, síðan er athugað
liversu margir eru að búa sig undir störf í hverri starfs-
grein. — Þegar unglingurinn kemur og leitar ráða, er
fyrsta verkefni leiðbeiningastofnunarinnar, að spjalla
við ungmennið um hugðarefni þess, síðan er rætt við for-
eldra og ef til vill við kenanra. — Sje unglingurinn alger-
lega ráðviltur, er næsta skrefið að prófa hann með ýmsum
prófurn, bæði munnlegum og verklegum. — Á þann hátt
mælist bæði almenn greind, handlagni, vinnuharði, hag-
sýni í verki, einbeittnishæfni o. fl. — Niðurstöður allra
þessara prófa eru bornar saman, og er þá þegar fenginn
nokkur grundvöllur til ráðlegginga. — Þá er að athuga
möguleika unglingsins til náms, hvernig er efnahagur for-
eldranna, eru mörg systkini, sem einnig þarf að kosta til
náms o. s. frv. — Jafnframt er athugað hvaða starfsgreinar
þurfa á mönnum að halda á næstu árum. — Engir eru svo
einhæfir, að {reir geti aðeins unnið eitt ákveðið starf, ef
þeir hafa venjulega meðalgreind. — Er þá jafnan um
fleiri, nokkuð svipaðar starfsgreinar, að ræða, sem ungl-
ingurinn virðist vera nokkurnveginn jafnvel fallinn til,
og er þá eðlilegt og sjálfsagt að benda honum á þá starfs-
grein, þar sem rnanna verður mest þörf í framtíðinni.
Það liggur í augum uppi, að unglingnum sjálfum er
mestur greiði gerður með því að hjálpa honurn á rjetta
hillu í lífinu ,en allir sem hafa fengist við verkstjórn,
hvort sem það nú er til sjávar eða sveita, eða í iðnaðar-