Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 74
72
Hlín
ara mála mönnum, sem liafa sjermentun á þessu sviði, en
láta þá, sjer til aðstoðar, fá vel færa kennara með margra
ára reynslu og nokkra sálfræðiþekkingu. — Eins mætti
taka til reynslu sálfræðinga, senr ekki eru kennarar, en
þeim yrði Jró gert að skyldu að kynna sjer kenslustörf með
hagnýtu starfi.
Mjög mikils vert atriði er, að menn sem eiga að veita
leiðbeiningar í atvinnuvali, hafi hagnýta reynslu á at-
vinnuvegunum. — Við verðum að gera okkur Ijóst, að
atvinnuleiðbeiningar eru ekki aðeins ætlaðar einstakling-
um heldur einnig þjóðarheild, og þjóðarheildinni ríður
á því, að sem flestir leggi hönd á plóginn og flytji björg
í bú.
I þessu sambandi vil jeg leyfa mjer að benda á eitt
athyglisvert atriði: Við íslendingar eyðum nú þegar hlut-
fallslega meira fje til fræðslumála en nokkur önnur þjóð.
— Eigi að síður eru í fræðslumálum okkar óleyst verkefni,
senr aðrar menningarþjóðir hafa leysa fyrir árum og ára-
tugum. — Er ekki hugsanlegt, að spara mætti einhverja
útgjaldaliði, sem nú kosta allmikið fje? — Hvernig er t. d.
með próf í íslenskum skólum, eru Jrau gerð eins hagnýt
og ódýr og kostur er á, eða mætti ef til vill, að skaðlausu
spara nokkrar krónur á þeim vettvangi, og nota þær til
þarflegri framkvæmda? — Yfirmenn fræðslumála vorra
vita sjálfsagt full skil á, hvar helst mætti koma sparnaði
við, og þar eð þeir eru, eftir því sem jeg þekki til, sam-
viskusamir og velviljaðir menn, væri mikils virði að heyra
álit þeirra bæði um mögulegan sparnað á ýmsum liðum
fræðslunnar og eins hvaða leiðir þeir telja færastar til
þess að leysa vandamál Jrau, sem jeg hef bent á.
Við íslendingar eigum það kapp og þann metnað að
vilja ekki vera eftirbátar annara, ef nokkurs annars er
kostnr. — Okkur er líka svo ant um land okkar og þjóð, að
við viljum ekkert láta ógert, sem aukið getur velgengnina
og þar með bætt lífskjörin.
Hver sá maður eða kona, hár eða lágur, ríkur eða fátæk-