Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 41
Hlin
39
verk Kiljans las hún lítið, henni voru þau minna að skapi,
þau lýstu ekki því góða í manneðlinu og voru o£ óvægin.
Jeg læt lrjer staðar numið með þessar hugleiðingar, vil
aðeins bæta því við, að þó við börnin hennar, e£ til vill,
ávöxtum ekki sómasamlega það pund, sem okkur a£ al-
£öður var trúað fyrir, þá er það ekki hennar sök.
Guð blessi okkur minningu liennar móður minnar!
Guðmundur Eiríksson, Raufarhöfn.
Ágústa Sigurðardóttir.
MÓÐ URMINNING.
Móðurbæn írá heitu hjarta
hefur áhrif vítt um geim,
því mun ástar birtan bjarta
bera hiS týnda aítur heim.
Kæra „Hlín“! — Nú, þegar liðin eru nítíu ár frá fæð-
ingu móður minnar, langar mig til að biðja þig að geyrna
nokkur minningar- og þakklætisorð frá mjer, því þótt
móðir mín ætti ekki veraldarauð, átti hún þann auð, sem
ekki verður metinn til peninga. — Sannarlega hefði hún
getað gert játningu Pjeturs postula að sinni: „Silfur og
gull á jeg ekki, en það, sem jeg hef, það gef jeg þjer.“ —
Hún gaf börnum sínum og barnabörnum óspart af ástúð
sinni og kærleika.
Móðir mín fæddist á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal. —
Einnar nætur gömul fór hún frá móður sinni .Var hún
tekin til fósturs að Þverá í sömu sveit. Þar bjó þá Hólm-
fríður móðursystir hennar. Þar ólst hún upp til þrettán
ára aldurs. Fór hún þá til móður sinnar og dvaldi hjá
henni eitt ár. — Að því ári liðnu dó nróðir hennar, Jrað var