Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 131
Hlin
129
Um mæður til mæðra.
(Þýtt.)
Fyrir 50 árum skrifaði Lucina Hagman, stofnandi Mörtu-
fjelagsins í Finnlandi og brautryðjandi fyrir samtökum kvenna
þar í landi, til landa sinna á þessa leið:
Allir tala um feður og snúa máli sínu til feðranna. — Allur
heimurinn er fullur af feðradýrkun. — Sagan, bæði mannkyns-
sagan og saga einstakra ríkja, jafnvel kirkjusagan, greinir ein-
göngu frá verkum feðranna: Sigurvinningum feðra, orustum
feðra, lagasmíð feðra, uppgötvunum feðra, kenningum feðra.
Jeg vil engan veginn gera lítið úr verkum feðranna fyrir
þjóðfjelögin, sem þeir hafa stofnað. — Þá væri jeg heimskingi,
ef jeg ljeti mjer það til hugar koma, svo oft hef jeg dáðst að
snilli þeirra, virt hetjudáð þeirra, undrast þrótt þeirra.
En væri það nú samt ekki þess vert að draga fram úr
gleymskunnar djúpi margt það, sem mæður hafa gert, og at-
huga, hvort það sje ekki einnig nokkurs virði, sjá hvaða þýð-
ingu þeirra verk hafa haft fyrir þjóðfjelögin. — Það er ekki
vanþörf á að tala um mæður við mæður.
Ástandið í heiminum sýnir átakanlega, að það er ekki nóg
fyrir farsæld mannanna, að rödd feðranna sje ein um hituna
hvað framtak og framkvæmdir snertir. ♦
Móðirin gefur öllum mannverum líf, það er eðli hennar að
fórna og gefa. — Alt, sem eyðir og deyðir, særir eðli móðurinn-
ar. — Sjáðu bara móðurina í hópi sinna nánustu á heimilinu. —
Er ekki staða hennar dásamleg! — Er það ekki furðulegt að hafa
hæfileika til að safna um sig hóp manna, þar sem allir kunna
vel við sig, og þeir sem þurftu að fara úr hópnum óska sjer
einskis fremur en að mega koma þangað aftur.
Því miður ná ekki allar konur þessu takmarki, en það er hug-
sjón, sem stefnt er að.
En þetta er aðeins byrjunin.
Það er til annað heimili en fjölskylduheimilið: Það er bærinn,
sveitin-, þjóðfjelagið, allur heimurinn!
Að sjálfsögðu hefur móðirin allajafna komið þama nokkuð
við sögu, en hún hefur ekki gert sjer grein fyrir, að hún hafi
neinum beinum skyldum að gegna fyrir þjóðfjelagið sem heild.
— Hún hefur látið sjer nægja að inna af hendi skyldurnar við
heimilið með prýðj....
9