Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 154
152
Hlín
Síðastliðinn vetur hafði kvenfjelagið stúlku á sínum vegum
til að prjóna fyrir nauðstödd heimili. Var það vinsælt, enda
prjónaði stúlkan á þriðja hundrað flíkur á 6 vikum. — G.
Ur Strandasýslu er skrifað á jólaföstu 1952: Jeg sendi systur
minni, sem ekki þekkir „Hlín“, þennan síðasta árgang. Jeg veit
að henni þykir, eins og mjer, vænt um að sjá „Agnesarkvæði“.
— Á bernskuheimili okkar og til fullorðinsára var gömul kona,
gáfuð, en geðbiluð, sem var okkur mjög góð og við kölluðum
altaf „Gunnu okkar“. Hún kunni ógrynni af sögum og gömlum
kvæðum, og átti sjerstaklega mikla frásagnar-hæfileika, þó
engin væri mentunin, nema ágætur lestur. — Ógleymanleg og
dýi-mæt urðu mjer áhrifin af „Agnesarkvæði“, sem hún las
mjer svo oft. — Hún og móðuramma mín, sem kendi okkur
mörgu versin og bænirnar, voru okkur mikils virði, sem ber að
þakka eins og alla náð á liðinni æfi.
Lítið get jeg sagt þjer af kvenfjelaginu okkar. Fundir eru
nokkurskonar hátíðisdagar, og eru þeir haldnir eftir bæjaröð,
vanalega í apríl—maí sá fyrsti, aðalfundur í júní, og svo að
haustinu. — Af því sunnudagur er oft valinn, byrjum við með
því að hlusta á útvarpsmessu, eða við syngjum sálm. — Á haust-
fundum tökum við ákvörðun með að verja ágóðanum af árlegu
skemtuninni, sem er eina fjáröflunarleiðin, að þessu sinni var
hlutavelta. — Mörg eru verkefnin, sem þyrftu stuðnings.
Kirkjugarðurinn, sem er í niðurníðslu, fjekk 1000 kr. í fyrra og
annað eins núna, og er búið að byggja ágætt hlið, en meira þarf,
sem við ráðum ekki við. — Kirkjan er mjer hugstæð, hana
vantar flest, t. d. ofn og gólfdúk. — Mjer datt í hug að leita ráða
hjá þjer, ef þú vildir gera svo vel að gefa okkur leiðbeiningar
um, hvort tiltök sjeu að vefa dúk á gólfið, hvernig hann mætti
vera og hve mikið af ull þyrfti í metrann. — Námsskeið getum
við ekki haldið vegna fólksfæðar, enda eru ungu stúlkurnar
búnar að fara í skóla. En við vorum að hugsá um að koma sam-
an einhvern dag í vetur og reyna að hafa „Saumaklúbb“! —
Hlægileg og kjánaleg hugmynd í þessu strjálbýli, en við erum
svo glaðar og bjartsýnar. — Jeg, kerling á sjötugsaldri, yngist
talsvert við hvern fund. — Ein ung kona bættist við í fjelagið í
sumar, svo nú erum við 13. Hjá henni var síðasti fundur hald-
inn. — Við höfum allar hug á að reyna að vera þátttakendur í
Elliheimili á Hólmavík, ef til þess kæmi að það yrði stofnsett
þar. — En okkar litla geta er eins og dropi í hafi til þess. — S.
Af Austurlandi er skrifað veturinn 1953: Það sem jeg þakka
sjerstaklega í síðasta árgangi „Hlínar“ er Agnesarkvæðið. Mjei'
þótti mjög vænt um að það skyldi birtast í þessu hefti „Hlínar“.