Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 152
150
Hlin
Húsfreyja á Austurlandi skrifar: Jeg er hrifin af því sem
skrifað hefur verið um íslenska búninginn. — Unga fólkð þarf
að fá áhuga fyrir honum meira en nú er. — Jeg á 3 dætur upp-
komnar og eina fósturdóttur. — Jeg hef ekki fengið þær til að
koma sjer búningnum upp, þó hef jeg altaf gengið sjálf í honum,
oft daglega, maðurinn minn vill hafa mig svoleiðis klædda, enda
kann jeg best við mig í honum. — 17 ára eignaðist jeg hann
(peysuföt). — Jeg var fermd í hvítum kyrtli. — S. E.
Frá Kvenfjelagasambandi Suður-Þingeyinga: Húsmæðra-
skólinn á Laugum hefur boðið kvenfjelögunum að senda 4 kon-
ur frá hverju fjelagi á vikunámsskeið í skólanum í vetur. —
Fjelögin komas't auðvitað ekki öll að í vetur (þau eru 14), en
4—5 fjelög höfðu í.otað sjer tilboðið fyrir jólin. — Þetta hefur
mælst mjög vel fyrir. — Konurnar mega ráða hvaða störfum
þær taka þátt í með nemendunum — og svo eru skemtiþættir. —
Jeg hef talað við konur á Húsavík, sem höfðu fengið að vera á
Laugum. Þær voru stórhrifnar. — Engin námsskeið eru hjer
um slóðir í vetur, nema þar sem konur ætla að reyna að fá
lagnar stúlkur innsveitis, til að hjálpa með snið og sauma, líkt
og í Kelduhverfi. — H.
Gamall nemandi frá Laugalandi skrifar haustið 1952: Jeg fór
fram að Laugalandi þegar skólinn var settur. — Fór sem ein af
elstu nemendum skólans, sem óskað var eftir að sæktu þetta
mót. — Jeg fór til að bera saman gamlt: og nýja tímann, gamla
og nýja skólann, og mikill er munurinn. Sjálfsagt flestalt betra
og fullkomnara, en mikið stakk það í stúf að sjá allar þessar
blómarósir, sem í skólann voru að setjast, í kjólum, en enga ein-
ustu í bolfötum, að jeg tali nú ekki um í peysufötum, í staðinn
fyrir að við sem sóttum þennan skóla, vorum allar í peysuföt-
um, og það alla daga, yfir veturinn. — Ekki skal jeg segja, að
það sje hentugur hversdagsbúningur, en hann var hlýr, enda
veitti ekki af að vera í skjólgóðum fötum í kalda húsinu á þeim
dögum.
Jeg gisti hjá prestshjónunum og hafði yfirleitt mjög gaman af
ferðinni. — J.
Samband Au.-Skaftfellskra kvenna hjelt aðalfund sinn 1. júní
1953 í hinu nýja, gullfallega fjelagsheimili „Mánagarði“ í Nesj-
um. — Formaður Sambandsins er Anna Þorleifsdóttir í Hólum.
í Sambandinu eru 5 fjelög og mættu fulltrúar frá þeim öllum.
— Fjelagið „Vaka“ í Nesjum sá fyrir viðtökum með hinni mestu
prýði.
Aðalumræðuefni fur.. farins voru heilbrigðismálin. — Það er
mikil vöntun á sjúkr; sl .ýli í kauptúninu Höfn, þar sem hjeraðs-