Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 80
78
Hlín
„Blessuð von í brjósti mínu bú þú meðan hjer jeg dvel,
lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel.“
Þegar stormar freistinga og fráhvarfs frá vegi guðs-
óttaiis ætla að fella ykkur, þá látið trúna sveipa um ykk-
ur skikkju sinni, brynju rjettlætisins og hlífa ykkur undir
skildi sínum. — Þegar hiti sorgar og sársauka lífsins
ætlar að valda örmagnan, þá gangið undir hlíf vonar-
innar og þyggið svölun af lind þess guðskraftar, sem
hún ræður yfir. — Og þegar móða dauðans dunar fyrir
eyrum, og ferjumaðurinn við hana, sjálfur dauðinn
sýnist harðúðugur og ferjan hans lík glötunarbolla, þá
hnígið í faðm kærleika Guðs, sem altaf vísaði leiðina
og vildi laða ykkur með ástríki sínu að fylgja sér. —
Kæru ungmenni, verið hjeðan í frá undir leiðsögn og
valdi trúar, vonar og kærleika í skugga og skjóli hins
almáttuga föður, frelsandi sonar hans og fræðandi anda
hans. — Betri lífsreglu get jeg ekki bent ykkur á, og
engin skærari vonarsál fær skinið ástvinum ykkar, sem
biðja ykkur nú blessunar og gæfusamrar framtíðar. —
Guðsorð sje ljós og leiðarstjarna ykkar, Guðs náð athvarf
ykkar.
í Jesú nafni. Amen.
Alþýðufræðarar.
I.
Frímann barnakennari.
Frímann Guðmundsson á Kjalarlandi — Frímann
barnakennari eins og hann var oftast kallaður — var
kunnur maður í lijeraði á sinni tíð. Hann var einn þeirra
manna ,er alla ævi var að læra, síþyrstur í fróðleik og
þekkingu á flestum sviðurn, og allra manna fúsastur jafn-
an til að rniðla öðrum af þekkingarforða sínum. Hvar