Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 88
86
Hlín
urð Jónsson, sem verða átti kennari minn, og vann sjer
þegar fyrstu dagana, senr jeg var undir handleiðslu hans,
óskifta virðingu rnína. — Húsfreyjan, Kristbjörg Mar-
teinsdóttir, var hin mesta fríðleiks -og gæðakona. — Hún
tók mjer eins og væri jeg dóttir hennar eða yngri systir, og
lijelst vinátta okkar og kynni meðan báðar lifðu.
í Ystafelli voru að þessu sinni aðkomandi til náms:
Þuríður Jónsdóttir á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Hlín
Jónsdóttir frá Sandhaugum, nú í Herdísarvík, Asgeir
Finnbogason, bróðir Karls Finnbogasonar skólastjóra,
Ólafur Jónsson úr Reykjadal, fór síðar til Ameríku, Sig-
ríður Stefánsdóttir, síðar liúsfreyja og skáldkona á Hvera-
völlum í Reykjahverfi, Hólmfríður Jónsdóttir, systir
kennarans, og jeg, sem þessar línur skrifa. — Kenslu nutu
þarna einnig af heimafólki í Ystafelli, Helgi Jónsson,
bróðir Friðjóns á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, Arni
Kristjánsson frá Fellsseli, báðir vinnumenn Sigurðar
bónda og Helga Sigurjónsdóttir, skjólstæðingur Ystafells-
hjónanna. Hún fór síðar til Ameríku.
Strax morguninn eftir að jeg kont að Ystafelli var tekið
til óspiltra málanna við námið. — Baðstofan var skóla-
stofa, þar var kornið fyrir löngu borði og sátunr við nem-
endurnir beggja megin við það, þegar við skrifuðum eða
lásum. — Námsgreinar þær, sent við lærðum voru: Skrift,
íslenska, stíll, danska og reikningur. — Jeg ntan ennþá
fyrsta stílsefnið okkar. Það var: „Þungt er þegjandi böl.“
— Vel má vera að ganrla stílabókin mín fyndist einhver-
staðar í dótinu mínu, ef vel væri leitað. — Jeg hef ekki
eyðilagt hana, — frekar en minningarnar um þessa
skemtilegu daga.
Mjer er óhætt að fullyrða, að ltugir okkar, sem sátum
við ómálaða langborðið í Ystafellsbaðstofunni voru opnir
og næmir fyrir öllu því, sem Sigurður kendi okkur og
ræddi við okkur. — Við vorum þarna komin til náms af
frjálsum vija, en ekki vegna neinnar þvingunarlöggjafar,
og okkur var ljóst, að með þeim námstíma, sem okkur