Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 99
Hlin
97
fallegan læknisbústað á sjúkrahúslóðinni. — Jeg er farin
að sjá liann í anda.
Unr afskifti Alþingis af sjúkrahúsmálum í vetur ætla
jeg ekki að ræða nú, en mjer fundust þau ekki góð, von-
andi á það eftir að bæta ráð sitt.
Að endingu hið jeg þess, að Guðs blessaða hönd verði
með öllu starfi, sem unnið verður öldurn og óbornum til
góðs í sjúkrahúsinu á Akranesi.
Ritað í mars 1953.
Petrea G. Sveinsdóttir.
Kornmyllur.
Takmarkið á að vera: All korn malað hjer innanlands.
Ritstjóri „Hlínar“ hefur farið þess á leit við mig, að
jeg gefi lesendum Iiennar nokkrar upplýsingar um korn-
myllu þá er Náttúrulækningafjelagið á Akureyri kom
sjer upp á s.l. ári, og er starfrækt í sambandi við verslun
mína, Vöruhúsið h.f. á Akureyri.
Hún hefur reynst ágætlega, nralar bæði fínt og gróft
eftir vild alt korn, er sæmilega hraðvirk, en auðvitað
hraðvirkari þegar gróft er malað. — Mylluna knýr 7l/2
liestafla mótor er gengur fyrir rafafli.
Eftirspurn eftir liinu nýmalaða mjöli eykst stöðugt,
því allir þeir, sem það nota, ljúka á það nriklu lofsorði,
Irvort heldur sem nota skal til brauðgerðar eða í slátur, og
telja mikinn gæðanrun á því og innfluttu mjöli, enda er
þess vandlega gætt að nrjölið sje ávalt nýmalað, því eins
og nranneldisfræðingar halda fram, og flestir ættu að vita,
tapar nrjölið næringargildi við langa geynrslu. Aftur á
nróti þolir kornið ónralað nrjög langa geynrslu án þess að
7