Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 77
Hlin
75
gerir svo mönnunum einkar ljúft og Ijett að gera vilja
hans og breyta eftir dærni frelsarans, vera Guðs barn í
anda og sannleika. — Elskan til náungans laðar til að
þóknast góðum mönnum, varðveita sig og aðra eftir mætti
frá hinu illa, sigra freistingar og göfga manndóm sinn. —
Þetta eru einkunnir kristindómsins, sem drotna þurfa í
hjartanu og ávaxtast þar til gróðurs Guðsríkis. — En til
þess er trúin ómissandi, og í henni andlega samfjelagið við
Drottin okkar og frelsara, bróður okkar, (esú Krist. — Nú
er það þessi hjartans sjóður, sem orð ykkar eiga að lýsa
næst, kæru börn, og þar með að staðfesta helgan skírnar-
sáttmálann ykkar með einlægri játningu. — Mig langar
að vona það, að vitnisburðir þeir, sem þið hafið um það,
hve syndin og fráhvarfið frá Guðs vilja er skaðlegt og sál-
deyðandi, veki sterkt ógeð ykkar á öllu syndsamlegu at-
luefi, og vilji ykkar sje einlægur að afneita því. — Mig
langar að vona það, að Guðsmyndin sje svo glædd í sál
ykkar, að þar lifi nú trúin á föðurinn, sem skapaði okkur
og varðveitir, soninn, senr fræddi okkur og frelsar okkur
og andann heilaga, sem helgar okkur og gefur sálunum
hvíld í Guði. — Mig langar til að vona, að samfjelagið, sem
góður Guð leiddi ykkur í við sig í skírninni, sje nú svo
rótfest í sál ykkar, að þið nú kjósið að lifa í því lífsleiðina
alla. — Játning þessa verður þá tungunni töm, af því að
hún er hjartanu kær. — Guð blessar þá játningu og engi-
ar Guðs gleðjast yfir lienni. — Orð postulans sannast þá:
,,Með hjartanu er trúað til rjettlætis, en með munninum
játað til hjálpræðis.“ — Hvílík blessuð játning, kæru
börn, hvílík Guðs náð, að hann lengdi líf ykkar til þess-
arar stundar, að þið mættuð gera hana ykkur til full-
komnunar og ástvinum ykkar til gleði. — Guðs andi lrelgi
hana og varðveiti.
Kæru ungmenni! Þessi helga athöfn, fermingin ykkar,
sem vel mætti verða einn geisli lífs ykkar, er nú bráðum
á enda. — En áður en við skiljum hjer, ætla jeg að segja