Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 86
84
Hlin
Skólagangan mín.
HELGA ÞORGRÍMSDÓ TTIR, Hlöðum, Husavík.
(Erindi lesið í Ríkisútvarpið í september 1952.)
Margt er það, sem í mannshugann kemur, og margvís-
leg eru tilefni hugsana okkar. — Hugsanir hinna nngu
beinast til framtíðarinnar og þess, sem hún muni bera í
skauti, en við, hin elsta kynslóðin, horfum gjarnan til
baka og lifum þannig, að nokkru leyti, upp aftur liðna
tíma og atburði.
Þegar jeg horfi á sex og sjö ára drenghnokkana og
telpuhnyðrurnar, sem hraðstíg trítla með skólatöskurnar
um öxl á leið í skólann, þar sem þau eru nú að hefja 9 ára
skyldunám, hvarflar hugur minn til baka, röska sjö ára-
tugi aftur í tímann, þá var jeg á sarna reki og þetta snrá-
vaxna skólafólk. Og í huganum ber jeg saman þann kost
fræðslu, er jeg og jafnaldrar mínir áttu og þann, sem
þessum ungu skólanemum er fyrirbúinn.
Á þeim árum þektust engir barnaskólar hjer um slóðir,
og öll sú bóklega fræðsla, sem nreginþorri unglinga átti
kost á, var fermingarundirbúningur sá, er prestar veittu.
— Prestarnir höfðu eftirlit með því, að börnin lærðu að
lesa og draga til stafs, og svo að sjálfsögðu að þau lærðu
„kverið“. — Að fermingu lokinni voru það sárfáir
unglingar, sem áttu nokkurn kost meira náms, nema þá
þess, er þeir gátu sjálfir numið af bóklestri, en bókakost-
ur var þó jafnan harla takmarkaður.
Þetta smávaxna skólafólk, sem jeg sje trítla í skólann
á morgnana, dálítið hreykið af töskunni sinni, en ef til
vill um ieið ofurlítið kvíðandi námsdeginum fyrstu
morgnana, vekur hjá mjer Ijúfar minningar um mína
skólagöngu, sem raunar var þó litlu fleiri vikur en skyldu-
námsár þessara barna verða. — Rcyndar liafði jeg nú fylli-