Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 51
Hlin
49
Enn er ótalin sú iðja, sem Kristjana varð kunnust og
frægust fyrir, en það eru saumarnir. Þar hefur hún vísast
náð lengst í list sinni. Nokkru eftir að Kristjana fatlaðist,
tóku nokkrar konur í Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal sig
saman um að styrkja hana til að eignast saumavjel.* Þessi
framtakssemi varð einstaklingnum, sem hún var helguð,
mikil liðveisla og uppörfun og sveitarfjelaginu stór greiði,
því svo margir nutu góðs af þessum grip í hönduin Krist-
jönu. — Mátti og segja, að með þessu væru örlög Kristjönu
ráðin ,því upp frá þessu eyðir hún mestum hluta æfinnar
við saumavjelina, sjálfri sjer til sæmdar og efnalegs sjálf-
stæðis og öðrnm til hjálpar og heilla. — Bar því þessnm
framsýnu konum einlæg þökk fyrir skilning sinn og góð-
hug, enda mun Kristjana aldrei liafa gleymt þessu vinar-
bragði þeirra.
Saumakona var Kristjana svo góð, að frábært var,
saumaði hvað sem fyrir kom, alt frá einföldustu saumum
til hins vandaðasta í búnaði, bæði karla og kvenna, svo
sem yfirfrakka og peysuföt. — Á sjerhverri flík var sama
snildarhandbragð, hvert nálspor var vandað, sem best
mátti verða, liver lína mótnð af smekkvísi og vandvirkni,
enda vöktu þau föt, sem hún sendi frá sjer eftirtekt og að-
dáun, livar sem þau sáust, og stóðust í öllu próf hinna
ströngustu gagnrýnenda. Þar fanst ekki blettur nje
hrukka. — Af þessum sökum barst hróður Kristjönu víða.
— Til hennar lágu því leiðir margra þeirra, sem þurftu að
fá saumað á sig eða sína, eða fá unna einhverja eigulega
muni. — Verkefnin bárust víða að, hlóðust svo upp, að
stundum mun Kristjana ekki hafa liaft við að leysa þau af
hendi, enda ekkert áhlaupaverk að skapa búnað, sem svo
vel skyldi til vandað, að liann bæri meistaranum, sem skóp
hann, göfugt vitni og yrði stolt og ánægja þess, er njóta
* Konurnar, sem einkum höfðu forgöngu x því máli að Kristjana
eignaðist saumavjelina voru þær húsfreyjurnar Anna Jónsdóttir á
Arnstapa og Ólöf Baldvinsdóttir á Birningsstöðum, síðar hús-
freyja i Litladal í Eyjafirði.
4