Hlín - 01.01.1953, Side 85
Hlin
83
svipiu'. Flestir vildu heldur fá af sjer „fína mynd“ og
reyndu að vinna tíl þess.
Frímann var fátækur rnaður framan af æfi, en græddist
nokkuð fje á efri árum og dó dável efnum búinn. — Ekki
var hann mikill fyrir manni að sjá. — Frekar lítill vexti,
en liðlegur og ljettur á fæti, ekki fríður sýnum, skolhærð-
ur og gráeygur, ennið hátt og rnikið, sljettur á kinn,
augnaráðið íhugult og rólegt. — Hann var einsýnn, hafði
mist augað af slysi á fullorðinsárum. — Oftast var hann
fátæklega búinn og fáir veittu honum sjerstaka athygli
við fyrstu sýn. — Hann bar ekki glæsimensku eða höfð-
ingsskap utan á sjer. Frekar var hann hljedrægur og ekki
gjarnt að trana sjer fram, þar senr fjölmenni var, en þó
einarður og upplitsdjarfur. — Mannfundi sótti hann lítt
og skifti sjer ekki af sveitarmálum. Hann naut sín best í
fámennum hópi, en hvar senr hann lagði til mála, var
eftir því tekið, er lrann sagði, því hann var vitsmuna-
maður og fleipraði ekki að óhugsuðu máli.
Þeir voru margir, menn og konur, er Frímann leiddi
fyrstu sporiu á veginum til náms og þekkingar. — Sú leið-
sögn var haldkvæm og notadrjúg, og traust undirstaða
þeim, er nreira nánrs var auðið. — Sjálfsagt hefur misjafnt
verið hugsað til þessa gamla fræðara, því enginn gerir svo
öllunr líki. — En um nrig er það að segja, að jeg geymi
minningu lrans í nriklum lreiðri, og er honum alla æfi
þakklátur fyrir það, hversu liann glæddi og örvaði fróð-
leiksþrá og lestrarlöngun í Irrifnæmunr barnshnga
nrínum.
Magnús Björnsson, Syðra-Hóli á Skagaströnd.
6*