Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 67
Hlíii
65
ber gæfu til þess að byggja liús sitt. á bjargi kristindóms-
ins, eða á sandi eigin bugsmíða.
Jeg hef nú í stórum dráttum talað um áhrif kristin-
dómsins á heimilislíf, búsmóður- og móðurstörf og vil
svo að lokum taka þetta fram: Höfundur kristindómsins
er Jesúm Kristur, liinn krossfesti og upprisni frelsari. —
Hann er enn á ferð og lætur sjer ekkert mannlegt vera
óviðkomandi. — í trúnni á Jesúm Krist fæst lausn á öllum
vandamálum mannlegs lífs.
Þessvegna lýk jeg þessu erindi með því að segja eins og
Páll og Sílas forðum: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú
munt verða hólpinn og heimili þitt
Jóhanna Vigfúsdóttir, Munaðarhóli, Sandi, Snæfellsnesi.
Leiðbeiningar í atvinnuvali.
Erindi flutt i Ríkisúlvarpið i febrúar 1951 af ÓLAFl
GUNNARSSYNI, sdlfrœðingi, frá Vik i Lóni.
Ilvað ætlar þú að verða? — Hversu oft spyrjum við ekki
börn og unglinga þessarar spurningar. — Stundum fáum
við greið svör, en oftar vefst þó unglingunum tunga um
tönn, þeir vita ekki enn hvað þeir vilja, eða þeir vita
ekki, hvort þeir geta og mega verða það sent þeir vilja.
Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það, að mikið
veltur á því, að fólk lendi á rjettri hillu í lífinu. — Sá, sem
alla æfi fæst við viðfangsefni, sem eru honum eða henni
ólmgstæð, verður aldrei fullkomlega hamingjusamur. —
Aður fyr var ekki margra kosta völ í þjóðfjelgi voru, tæp-
ast um annað að ræða en landbúnaðarstörf eða sjósókn. —
Þótt möguleikarnir væru ekki margir, var f'ólki þó ljóst,
að full þörf var á því, að menn fengjust við það, sem
5