Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 116
114
II lin
að þeir fá kvöl eða hvöt a£ þeirri athugun, alt eftir fram-
komu okkar og afstöðu til hinna sameiginlegu hugðar-
mála allra íslendinga. — Þessvegna tel jeg það æðstu
skyldu okkar, ekki aðeins gagnvart okkur sjálfum, heldur
einnig gagnvart stofnþjóðinni, að við hjer vestra bætum
nú upp eftir megni vanmátt landvættanna fornu, og ger-
umst blátt áfram staðgöngumenn þeirra um jrað að hjálpa
til að vernda alt það, sem best er í menningu íslendinga.
Griðungurinn gamli horfði mót vestri, segir sagan, og
hið sama gerði risinn með járnstafinn. Nú hafa þeir báðir
hægt um sig, hafa horfið af verðinum. — Hversvegna ætt-
um við ekki, Vestur-íslendingar, að bæta upp þögn bol-
ans, og hrópa allir sem einn maður mót austri, svo allir
sem ísland byggja megi heyra: „Við erum einnig á eyju
úti hjer, við erurn íslendingar og ætlum að halda áfranr
að vera það, við höfum fjórar landvættir lrjer vestra:
Vikublöðin, Þjóðræknisfjelagið, kirkjurnar og háskóla-
stólinn. — Þessum landvættum okkar leyfum við livorki
værð nje svefnfrið, þær skulu standa á verði um sameigin-
legan arf okkar og menningarverðmæti enn um langan
aldur.“
Lifi landvættirnar!
Lifi þjóðin, austan hafs og vestan!
JÓLANÓTT.
Nú vaknar hver minning er mannshjartað á,
sem morgunsins ljós verður hrím-nóttin grá,
er lá yfir sál og sinni.
Það birtir úti og inni.
Frá kirkjunum hljóma hátíða-ljóð,
í huganum tendrast hin kulnaða glóð.
En hálf-gleymdar hugsjónir rísa
úr helkulda-læðingi ísa.
Páll S. Pálsson, Winnipeg.
*