Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 63
Hlin
61
sú, að elskendurnir vildu byggja ln'isið sitt sjálfir, en
tóku Drottin ekki með í reikninginn. — Það er ennþá
hinn sígildi sannleikur að: „Ef Drottinn byggir ekki
liúsið, erfiða smiðirnir til ónýtis." — Það hús, sem ein-
göngu er bygt á sandi eigin tilfinninga, getur aldrei verið
örugt í stormum og hretviðrum lífsins, því jafnvel svo
göfug tilfinning, sem ástin milli nranns og konu í sinni
hreinustu mynd er, nægir hún þó ekki til að skapa heil-
brigt heimilislíf, hafi hún ekki fengið að vermast og mót-
ast af kærleika Drottins. — En þar sem hin einlæga trú á
Jesúnr Krist fær að móta hugarfarið, þar verður auðvelt
að fyrirgefa og jafna deilumálin, sem óhjákvæmilega
hljóta að gera vart við sig hjá hverjum hjónunr fyr eða
síðar. Þá verður einnig auðveldara að taka þeirri reynslu,
senr að höndunr kanrr að bera innan lreimilisveggjanna,
því í öruggu trausti á handleiðslu Drottins er erfiðleik-
unum mætt.
Kristindómurinn, það er að segja trúin á Jesúm Krist,
eins og hún er boðuð í Guðs heilaga orði, er þvr það
bjarg, senr örugt er að byggja heimili sitt og lreimilisfrið
á, svo að til varanlegrar hamingju nregi verði fyrir alla
aðila.
Sá, sem ber gæfu til þess að leita fyrst Guðs ríkis og lrans
rjettlætis, mun fá að reyna það, að alt annað veitist lron-
unr að auki. — Hið sannkristilega hugarfar er trygging fyr-
ir því, að friður, umburðarlyndi og nægjusemi geti ríkt
innan heimilisins, en af þessu þrennu sprettur svo ánægja
og gleði.
Húsmóðurstarfið:
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að húsmóður-
störfin eru nrargvísleg, og krefjast oft allra krafta og orku,
senr lrægt er í tje að láta, ekki síst ef unr stórt og umfangs-
nrikið lreinrili er að ræða. Þau krefjast einnig mikillar
fórnfýsi og kærleika, ef vel á að fara. — Húsmóðirin þarf
að sýna þolinmæði og umburðarlyndi, og hún nrá, um-