Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 66
64
Hlín
barninu sínu það besta sem til líkamlegs þroska heyrir,
þarf ekki að ásaka sig, þó eitthvað verði að heilsu þess
síðar meir. — Eins er það með andlega lífið, að sú móðir,
sem ekki hefur vanrækt að gefa barninu það besta and-
lega veganesti, sem hún þekkir, með öðrum orðum ala
það upp í kristinni trú, hún þarf ekki að ásaka sig fyrir
kæruleysi, og hún nrá altaf ala þá von í brjósti, að þau
frækorn beri ávöxt, sem sáð lrefur verið, jafnvel þótt pilt-
urinn eða stúlkan virðist í bili hafa gleymt sinni barnatrú.
Matthías Jocliumsson segir um móður sína: „Enginn
kendi mjer eins og þú hið eilífa, stóra, kraft og trú, nje
gaf mjer svo guðlegar myndir.“ — Það er athyglisvert, að
lærður prestur yrkir þetta ljóð, og liann byrjar erindið
með því að hann hafi „þekt marga háa sál, hafi lært. bækur
og tungumál og setið við listalindir."
Þessi orð skáldsins minna okkur alvarlega á það, að
jafnvel þó fræðslan, og þá sjerstaklega kristindómsfræðsl-
an, sje í besta lagi, þá getur þó enginn komið í stað móð-
urinnar í vissunr skilningi. — Ef þú, sem ert móðir, van-
rækir að biðja fyrir barninu þínu, verður sú bæn óbeðin.
Gefið ykkur þessvegna tíma til þess að eiga hljóðar
stundir með börnunum ykkar, kennið {reim að þekkja
barnavininn besta og að biðja til hans. — Enginn nema
Guð einn veit, hve mörgum manninum það hefur bjargað
frá hrösun og synd að eiga minningar um heilagar stundir
frammi fyrir augliti Guðs með trúaðri móður, þar sem
beðið var í barnslegri einlægni:
„Vertu Guð faðir, faðir minn,
í Erelsarans Jesú nafni.
Hönd þín lciði mig út og inn
svo allri synd jeg hafni.“
Hið kristilega móðurstarf er því hvorki meira nje
minna en undirstaðan að hamingju þjóðfjelagsins, því
það getur oltið á því livað þetta starf er trúlega af hendi
leyst, hvort maðurinn og konan, hin uppvaxandi kynslóð,