Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 47
Hlin
45
Gunnlaugur var tvígiftur, var
Kristjana af síðara hjóna-
bandi hans. Hún átti hálfsyst-
ur í Vesturheimi, sem hún
skiftist lengi á brjefum við.
Alsystkini átti hún lijer
heima. Kunnastur þeirra var
Magnús, faðir Jakobínu
Magneu, konu Ólafs Ólafs-
sonar frá Hólshúsum í Eyja-
firði, móður Kjartans bæjar-
pósts á Akureyri og þeirra
systkina. — Mun Magnús hafa
verið geðþekkur gæðamaður.
Þegar Kristjana Gunnnlaugsdóttir var skamt innan við
fermingu tók hún að finna til þrauta í hægra fæti, sem
urðu því sárari sem árum fjölgaði, uns úr varð illkynjuð
og ægileg meinsemd — sennilega berklar. — Lá Kristjana
fyrst lengi heima í meini þessu, án þess að við það væri
reynt að gera, eða nokkurra ráða leitað til úrbóta. Enda
var á þeirri tíð löngum ilt að ná til læknis, þekking og
tækni þeirra embættismanna þá tiltölulega afskorin og
tækin harla fábrotin og fátækleg. Er vafalítið, að takast
myndi að lækna líka meinsemd nú á dögum, væri læknis
vitajð í tíma ,sem varla ber að draga í efa. En þá var öldin
önnur, og það rjeði örlögum Kristjönu Gunnlaugsdóttur,
batt henni byrði þungrar þjáningar og æfilangrar, átak-
anlegrar fötlunar.
Sá tími, sem Kristjana lá heima á Litlu-Tjörnum, mun
hafa verið hvorttveggja: afar langur og mjög kvalafullur.
Og þar kom, að hinn sjúki fótur var orðinn svo spiltur, að
ekki þótti fært lengur að láta þetta vera svo óviðgert. —
Var Kristjana þá'flutt inn á Akureyri og eftir örskamma
vist innan veggja þess húss, sem nefnt var spítali, tók Þor-
grímur Johnsen, hjeraðslæknir, fótinn af henni, rjett neð-
an við hnjeð. — Síðar reyndist þetta ekki nóg til að ná