Hlín - 01.01.1953, Page 110
108
Hlin
Upphlutsborðar með ótal festum
umluku fagurt brjóstaval.
Eins og ræður hjá ótal prestum
upphófst nú magnað vífatal.
Háraddaðar með hvellan tón,
hærra komst enginn síra Jón.
Heyri jeg í anda hringl og glamur,
hlátra blandast við pilsaþyt.
Enginn karlmaður yrði samur.
Ástin blindaði sjón og vit.
Einn var þó sá, er eldinn trað,
en augum hann lygndi þarístað.
Ægilegt var það ástartundur
innandyra hjá Helga Co.
Tel jeg það næstum einstakt undur,
að ekki kviknaði’ í neinu þó.
Óskefldur horfa í eldinn þann
væri’ ekki fyrir neinn smælingjann.
Það finst mjer rjett að þjóðarsómi
þekkist af slíku heimili.
Þar sem að gulls- og gæfuljómi
glitrar af hverju lausholti.
Þjóðræknisanda þekkur blær,
þetta er mikill heiðursbær.
Ef að jeg væri ungur piltur,
engin mjer gæfist lífsins ró,
fyr en jeg væri trygðum tyltur
og tengdasonur Helga Co.
En á mjer er karlmanns engin mynd
af því að jeg er stúlkukind.
Hundrað biðlar í helgum klæðum
hnappist nú um þinn jómfrúdóm,
fullir með kærleikseld í æðum
andríki, silfur, gull og blóm,
skurðmeitla, hamra, hnífa, sög.
Þar held jeg verði pústra-slög.
R. J.