Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 10
4
M 0 R G U N N
þess að framtíðardraumurinn mætti rætast. Þeir hafa
sökt sál sinni og öllu manngildi í haf vona sinna um glæsi-
legt og dýrlegt komandi ríki mannanna. Þessi ástríða
fyrir að bæta þjóðfélagsmeinin og stýra í farsælli höfn,
en nú er stefnt að, hefir náð haldi á góðum mönnum, utan
kirkju og innan, og þeir hafa hrópað þann boðskap út
til manna, sem engum forfeðra þeirra hefði hugkvæmst,
og sagt, að verkefni vort væri ekki fyrst og fremst að
koma mönnum til himna, heldur að flytja himnaríki,
guðsríki, til jarðarinnar. Menn hafa sagt um mannkyn-
ið það sama, sem ein af rússnesku frelsishetjunum sagði
um Rússland á dögum keisaradæmisins: „Eg er ekkert;
persónulegur frami, gæfa er ekkert, Sibiríuvist, kúlur
keisarans eru ekkert; aðeins eitt skiptir máli — að Rúss-
land verði frjálst“. Vonir um framhaldslíf blikna hjá
þessum sjálfsfórnarhug. „Hvað gerir það til“, hafa á-
gætir menn sagt, „hvort annað líf bíður vor eða ekki, ef
vér getum gengið frá voru dagsverki á þann hátt, sem
mönnum sæmir, og fáum flutt framtíðinni hinn vegleg-
asta arf fortíðarinnar, hreinsaðan og mikilfenglegri fyr-
ir vorar hugsanir og fórnir, svo að börn framtíðarinnar
fái blessað minningu vora“.
En jafn djúpa virðingu og sjálfsagt er að bera fyrir
þessum hugsunarhætti, þá dylst þó ekki, að saman við
hann er fléttaður misskilningur og villur. Misskilning-
urinn er sá, fyrst og fremst, að menn hafa á einhvern
hátt talið sér trú um, að einhver árekstur þurfi að verða
milli trúarinnar á framhald lífsins og starfsins fyrir því
að lyfta lífinu á jörðunni. Þeir hafa enn fremur ekki
séð, að ódauðleikatrúin gæti verið ný hvöttil þessa verks,
0g að lokum ekki athugað rök þeirra manna, sem eru
þeirrar skoðunar, að svo hljóti að fara, fyr eða síðar, að
án trúar á ódauðleika hljóti öll umbótastarfsemi að líða
undir lok. Nokkur grein fyrir þeim skoðunum mun gerð
síðar í þessu máli.
Og að lokum verður að benda á enn eina ástæðuna
J