Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 56
50
MOKGUNN
augnabliks tafar á bátnum mínum út til skipsins. Þegar
eg var rétt kominn út að skipinu, kallar Kennedy til
mín og segir: ,,Því komstu ekki á stóra bátnum þín-
um, Mr. Ketilsson?" ,,Eg veit ekkert, hvað þú ert að
vilja hingað“, svaraði eg, um leið og eg lagði bátnum
að skipshliðinni. Þegar eg steig upp á öldustokk skips-
ins, sá eg mér til hinnar mestu undrunar, að skipið var
stafna á milli lunninga fult af tómum þorski, löngu og
stórýsu.
„Iivað þarftu langan tíma til þess að taka allan
fiskinn í land?“ spurði skipstjóri mig.
„Það er mér ómögulegt að segja neitt um með fullri
vissu“, svaraði eg. „En ef þú vilt láta háseta þína hjálpa
mér að draga alla lönguna á kaðal, því hún flýtur, þá
get eg farið með 2—3 báta af þorski í land á meðan“.
Kennedy lét svo suma af hásetum sínum fara að
draga lönguna á kaðal, og aðrir þeyttu þorskinum í bát-
inn, en rétt í þessu sá eg alla bátana koma róandi að
sunnan, sem róið höfðu um nóttina. Benti eg Kennedy
á bátana, um leið og eg sagði: „Þessir bátar (5) verða.
allir komnir hingað eftir hálftíma, og þeir verða fegn-
ir að fá að flytja í land fyrir helming! Litlu seinna voru
allir bátarnir komnir að skipshliðinni, og hömuðust allir
við að hlaða fleyturnar.
Svo segi eg við skipstjóra: „Eg hefi því miður ekk-
ert handa þér fyrir allan þennan fisk, því eg átti alls ekki
von á þér“. Kennedy hló við um leið og hann sagði:
„Komdu bara niður til mín, þú getur fengið eins og þú
vilt af Whisky hjá mér“.
En er við vorum seztir að drykkjunni, segi eg við
Kennedy: „Eg átti annars af og til von á þessu í dag“.
Og svo sagði eg honum af fátæku sængurkonunni og
draum konunnar minnar. Kennedy var lengi nokkuð
hugsi á eftir, og horfði þögull niður í glasið sitt, þar til
hann sagði, mjög alvörugefinn:
„Þetta er alt jafn-óskiljanlegt, — þú áttir sannar-