Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 102
96
MORGUNN
búnu sjáum við, að ein ærin liggur sem dauð við þrösk-
uldinn; þreifuðum við á henni og virtist okkur hún vera
dauð. Rétt við hlið hennar lá önnur með sömu ummerkj-
um, en feti innar liggur hin þriðja, en hún hélt höfði,
svarthosótt ær, sem við Þorkell bróðir áttum í samlög-
um. Hinar ærnar allar stóðu inst í króarhorninu, svo
þétt saman, að þær fremstu höfðu framfæturna upp á
hinum, fyrir ótta sakir. Fórum við svo að fá okkur ljós
til að athuga ærnar betur, — fundum við þá, að þær
drógu báðar andann, en svo máttlausar, að þær gátu
eigi rótað nokkrum lim; þá sóttum við hey og bárum
að vörum ánna og virtust þær hafa lyst á því, en höfðu
þó eigi kraft til að taka nokkurt strá, nema Hosa, sem
ögn gat dregið í sig með hvíldum. Vorum við bræðurnir
svo yfir ánum fyrri hluta dags, sem ekki tóku strá og
gátu ekki rótað sér. Skárum við þær svo síðari hluta
dagsins, — blæddi þeim fullkomlega og virtist eintómt
máttleysi ganga að þeim. Sá ekkert á þeim, hvorki út-
vortis né innvortis. Hjúkruðum við svo Iíosu, reyndum
að reisa hana á fætur, var hún máttlaus með öllu. Reist-
um við hana á fætur á hverjum degi í mánuð og eftir
þann tíma fór hún að geta staðið. Þegar kom að burðar-
tímanum, átti hún að heita sjálfbjarga að leggjast og
standa upp og gekk burðurinn vel. Átti hún svartflekk-
óttan hrút, er síðar varð þrevetur sauður. Lifði Hosa yfir
sumarið, en öll var hún skökk og reikandi, þar til við
lóguðum henni um haustið.
Konan, sem fylgdi fötunum.
Frá Sílalæk flutti eg í Saltvík á Tjörnesi vorið 1862.
Kringum 1870 var eg eitt sinn staddur úti á hlaði í Salt-
vík. Sé eg þá kvenmann koma sunnan að bænum. Datt
mér í hug, að þetta kynni að vera Þórunn nokkur Jóns-
dóttir, sem búin var að lofa konu minni spunavinnu.
Fór eg svo inn í baðstofu til að borða og var Jónas sál.
sonur minn hjá mér, um 7 ára að aldri. Verður mér fljót-