Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
inni í þeim líkama, sem jarðnesk augu vor sjá, er ósýni-
leg samstæða, sem að öllum jafnaði er bundin við jarð-
neska líkamann, en hefir hæfileika til að starfa út af
fyrir sig, þegar sérstök skilyrði eru fyrir hendi.
Vér sjáum, að þetta getur gerst þegar hér í
jarðlífinu. Og skrefið er þá ekki langt til þess að álykta,
að það geti gerst við dauðann — og gerist þá sjálfsagt
æfinlega.
Vér höfum hér fyrir oss fyrirbrigði, sem vér verð-
um að kannast við, að samsvarar því, þegar framliðinn
maður gerir vart við sig, eftir skilningi spiritista. Og
veran hefir gert vart við sig, óháð þeim líkama, sem
vér getum séð, fundð og þreifað á. Hún hefir sýnt það,
að henni er svo létt um hreyfingar, að það minnir á hljóð-
bylgjuhreyfingar útvarpsins. 1 einni svipan er hún komin
á stað, sem er hundrað mílur frá sofandi líkama Ingi-
bjargar, og lætur uppi, að hún sé Ingibjörg sjálf. Menn
verða varir við það, að hún er í mikilli geðshræring.
Vér skiljum, að hún hefir séð köttinn drepinn, og að hún
hefir svo hagað sér á alveg mannlegan, eðlilegan hátt,
eins og hún hefði flutt heila sinn með sér á þessu ferða-
lagi. Hún reynir að gera vart við sig hjá manninum
sínum og finna ráð til þess að koma því í framkvæmd.
Einkennilegt er það, að það er einmitt sama ráðið, sem
spiritistarnir halda fram að framliðnir menn noti.
Og hlýtur mönnum ekki að finnast það vera sæmi-
lega rökrétt ályktun, að slík vitsmunavera, sem starfar
utan við líkamann, sjálfstætt og sem persóna, meðan
líkaminn sefur, — vera, sem hugsar og fæst við athaín-
ir, meðan hin eðlilega heilastarfsemi er sofandi, —
sem sefur þá ekki með líkamanum, — að hún muni þá
ekki heldur deyja með honum?
Eg ætla að láta hér staðar numið með athugasemd-
ir bæjarfógetans út af þessu atviki, þó að þær séu lengri
í bókinni, sem þessi saga er tekin úr. Yður mun vera
sæmilega ljóst, hvert höfundurinn er að stefna. Hann