Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 91
M ORGUNN
85
hugur um það, að þá þekkingu eiga þeir honum að þakka,
sem þeir hafa lært að nefna einkavin í hverri þraut, hon-
um, sem kvaðst vera með þeim alla daga alt til enda ver-
aldarinnar. Og er það ekki dásamlegast, að undanförnu
ástvinunum okkar skuli vera falið það, að veita ljósi
þeirrar vissu inn í hugi vora, en þetta ljós er spíritisminn
ómótmælanlega að flytja inn í haustnæturhúm mann-
legra þjáninga og hugrauna. — En þegar eg minntist á
haustnóttina, brá fyrir í huga mér leifturmynd frá löngu
liðnum tíma. Eg held eg verði að verja þessum síðustu
augnablikum, sem eg á ráð á, til að draga hana upp fyr-
ir ykkur í fáum og einföldum dráttum. Eg var á ferð
hingað til bæjarins sjóleiðis að haustlagi. Áður en eg
gekktil hvílu, kom eg upp á þiljur. Þögul og dimm haust-
nóttin grúfði yfir öllu. Hvergi sá land. Við heyrðum að-
eins niðinn, þungan og dimman af öldum úthafsins, sem
brotnuðu á ske'rjóttri ströndinni, er við sigldum fram
með. Eg fór að hugsa um sjómennina, sem hrekjast á
misjafnlega útbúnum fleyjum innan um brim og boða í
óblíðum haustnæturveðrum. En hvorki myrkrið eða
stormurinn virtist trufla ró eða öryggi þeirra, er stjórn-
ina höfðu á hendi. Skipið rann áfram örugt og ákveðið
þrátt fyrir náttmyrkrið. Stýrishöldurinn horfði á leiðar-
steininn, stefnunni var beint á skært og fagurt ljós, er
blikaði fyrir stafni. Ljósið kom frá vitanum, sem sendi
geisla sína út yfir stormæst hafið gegn um haustmyrkrið.
Vitinn er boðberi lífsins og tákn umhyggjunnar fyrir vel-
ferð annara. Hann er eins og auga algóðrar forsjónar
yfir brotsjóum úthafsins. Eg fór að hugsa um fleiri. Eg
fór að hugsa um þá, sem reika einmana og með sorg í
hjarta um forsælulendur mannlífsins, þá, sem hrekjast
fram og aftur fyrir straumum og fellibyljum óblíðra ör-
iaga um skerjótt og brimsollin úthöf mannlífsins. En
einnig handa þeim eru bygðir vitar. Ljósið í þeim er kær-
leiki guðs. Þeir eru svör guðlegrar forsjónar við bæn-
um og neyðarkalli mannlífs-sjófarendanna. Þeir eru