Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 101
M ORGUNN
95
við, að maður kemur austan með Hraunsnefi, sem kall-
að er, og er um hundrað faðma austan við bæinn, og
teymir svarta kind. Kom okkur til hugar, að Þorkell
hafi farið út á Tjörnes og fengið sér svarta kind í skarð-
ið fyrir forustusauðinn. Sjáum við þrír bræðurnir, að
svarta kindin gengur ýmist á eftir honum eða á hlið við
hann, og þykir okkur maður þessi gefa kindinni nokkuð
langan og lausan taum. Er nær bænum dregur, þekkjum
við að þetta er Þorkell á Sandi. Fer hann svo á brú yfir
læk þann, sem sker túnið á Sílalæk af að austan, og fylg-
ir þá kindin honum. Sjáum við, að Þorkell stefnir af
brúnni norðan við bæinn og beina stefnu á Sand. För-
um við svo inn í baðstofu og lítum út um vesturglugga
baðstofunnar til ferða Þorkels. Sjáum við þá, að kindin
er horfin frá honum. Virtist okkur þetta óskiljanlegt, og
förum út og tökum slóð Þorkels austan við brúna, því að
snjór var mjúkur. og nýfallinn. Sjáum við þá, að engin
kindaslóð fylgdi slóð Þorkels.
Ærnar.
Eg mun hafa verið um 16 ára gamall, þegar það
bar við einhvern tíma á einmánuði, seinni part nætur í
tunglsljósi, að guðað er á glugga á Sílalæk. Þekkjum
við strax, að það er Flateyingur, sem vill finna einhvern
út. Faðir minn fer til dyranna og gesturinn segir erind-
ið, að Flateyingar séu komnir til að sækja eldivið á rek-
ann, sem áður var lofaður. Fór faðir minn með honum
út á Sand til að afhenda viðinn. Vorum við bræðurnir
ahir vaknaðir. Kom okkur saman um að fara á fætur og
hleypa út fénu, því að komið var undir dag. Göngum við
vestan við bæinn og fyrst að húsi austan við lækinn (sem
nefnt var Lækjarhús). Þegar við tökum hespuna af
kengnum og ýtum á hurðina, er hún alveg óþokanleg.
Þóttumst við vita, að kind lægi fyrir hurðinni, helzt
úauð, þar sem hún þokaðist eigi. Fengum við okkur
sPitu og spentum hurðina upp af hjörunum. Að því