Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 105
M0R6UNN
99
að og safnað mönnum, gerð leit, en árangurslaust. Oftar
var leitað að Jóhanni, en allt fór á sömu leið. Leið svo
fram á vordaga, að snjó fór að leysa. Var þá safnað
nær 30 mönnum og gerð mjög rækileg leit.
Sigurður, faðir Sigurðar hreppstjóra á Halldórs-
stöðum og bræðra hans, var þá bóndi á Núpá. Var hann
einn með öðrum í leit þessari. Vildi það svo til, að Sigurð-
ur fann líkið, og var sagt, að hann hefði orðið mjög
skelfdur. Kallaði hann svo til annara, og var með því
leitinni lokið. Nokkru síðar tóku menn eftir því, að Jó-
hann fylgdi Sigurði, með því að hvar sem hann kom að
bæjum, dreymdi menn Jóhann á undan honum. Eftir að
Sigurður dó, virtist mönnum Jóhann fylgja sonum hans.
Eitt haust, er eg var í Fellsseli, sendi eg Snorra son
niinn út á Húsavík. Var Skjálfandafljót lagt með slæm-
um ís, en meðan Snorri var í ferðinni, kom hlákubloti
og þá versnaði enn meir ísinn á fljótinu. Kom sá dagur,
er eg ætlaði Snorra að koma heim, en hann kom eigi þann
dag. Leið svo næsti dagur fram að miðdegi. Er eg þá
staddur úti á hlaði í Fellsseli. Sé eg þá að maður kemur
norðan frá Yztafelli og þótti mér vænt um, því að eg
taldi víst, að það væri Snorri sonur minn. Gengur hann
frá Felli og ofan á árbakkann og suður með allri ánni
að austanverðu. Þegar hann er kominn miðja vega, geng
eg suður í f járhús til gegninga, en get þess áður inni, að
eg haldi, að Snorri minn komi nú utan úr kaupstaðnum.
Er eg suður við hús að verka þau og sé eg manninn koma
alla leið suður á móts við bæ. Fer hann yfir ána á rétt-
um stað, gengur heimtröð, er liggur neðan að bænum og
inn í hann. Geng eg nú heim og inn í baðstofu; spyr
hvort Snorri sé ekki kominn, og neitar fólkið því, að
hann eða nokkur annar hafi komið. Líður nú nokkur
tími þangað til að eg sé, að maður kemur frá Felli og
fer sömu leið og sá fyrri og rekur þessi maður 5 lömb.
h’egar hann er kominn móts við bæinn, finn eg manninn
að máli. Er það Kristján Sigurðsson frá Halldórsstöðum.
7*