Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 44
38
M 0 R G U N N
ekki hvers vegna, nema ef vera skyldi fyrir það, að þar
sýndist svo dimt, en eg kraup við bæði lágu miðhliðin
og leit inn. Loftið virtist grænleitt og var hressandi og
fagurt. Hinumegin við klettana beygðist vegurinn, dal-
urinn og fjallgarðurinn til vinstri og byrgði þannig út-
sýnina fram undan. Eg fór að hugsa um, að ef eg væri
þangað kominn, mundi eg bráðlega sjá engla eða ára
eða hvorttveggja, og um leið og mér datt þetta í hug,
sá eg myndir hvorratveggja, eins og eg hafði oft dregið
þær upp í huga mínum. Eg leit nákvæmar á þetta og
uppgötvaði, að þetta var ekki veruleiki, heldur einungis
skuggaleg form minna eigin hugsana, og eg sannfærð-
ist um, að allar hugsanir gætu á þann hátt tekið á sig
form. Þetta er dásamleg veröld, sagði eg við sjálfan mig,
þar sem hugsunin er svo magnmikil, að hún getur tekið
á sigsýnilega mynd. Eg verð áreiðanlega hamingjusam-
ur í slíku ríki hugsunarinnar.
Eg lagði hlustirnar við einhverju hljóði eða söng,
en heyrði ekkert. Fastir hlutir eru betri hljóðberar en
loftið, hugsaði eg, og eg ætla að nota klettinn sem miðil,
og eg stóð upp og lagði eyrað fyrst að öðru bjarginu og
síðan að hinu, en eg heyrði ekkert.
Þá fékk eg alt í einu ákafa freistingu til þess að
fara yfir landamærin. En hikaði og hugsaði á þessa
leið: „Eg hefi dáið einu sinni, og ef eg fer aftur, verð
eg að deyja öðru sinni. Ef eg er kyr, framkvæmir ein-
hver annar verk mitt, og þá verður að lokum alt eins vel
og áreiðanlega gjört. Og þarf eg að deyja aftur? Eg
vil það ekki, og fyrst eg er nú svo nálægt, þá ætla eg að
fara yfir landamærin og vera kyr“. Um leið og eg tók
þessa ákvörðun, gekk eg gætilega meðfram klettunum.
Það var hætta á, að eg félli út af veginum, því að leiðin
var mjó. Eg hugsaði ekki um hliðin, heldur sneri bakinu
að klettinum og gekk á snið.
Eg komst nákvæmlega á móts við miðjan klettinn;
úthögginn hnúður á honum sýndi mér, að einmitt þar
í