Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
vinstra megin í stofunni, frá dyrunum séð. Hann hefir
víst verið búinn að liggja nokkuð lengi, mér sýnist hann
vera orðinn svo fölleitur og magur. Við rúmið hans er
lítið borð. Eg sé meðal annars á borðinu mynd af konu
í peysufötum, og gæti bezt trúað, að hún væri af móður
hans. Hann sýnir mér þig hjá rúminu sínu. Eg gæti
hugsað, að þið hefðuð verið orðnir nokkuð mikið kunn-
ugir. En hvað þetta er góðlegur og myndarlegur piltur,
mér finst eitthvað svo hlýlegt og alúðlegt við hann. Hann
kannast áreiðanlega við hann Eirík1), þeir þekkjast. Þeir
segjast hafa mátt til með að reyna að hjálpa honum,
hann hafi þráð það svo mjög, að geta látið þig vita af
sér. Hann getur að vísu ekki meira í þetta sinn, en von-
ar að geta gert nánari grein fyrir sér síðar; þið hafið
verið búnir að tala eitthvað um væntanlega endurfundi“.
Eg kannaðist þegar við þenna gest. Alt það, sem
Finna sér og lýsir í sambandi við hann, er nákvæmt og
rétt, og nánari umsögn um þessi atriði væri að mestu
leyti endurtekning á orðum Finnu. Ekki er það heldur
út í bláinn, að Finna minnist á hlýleika og góðvild í
sambandi við hann. Betri eða ástúðlegri dreng en hann
hygg eg naumast unt að finna. Já, það er líka rétt hjá
Finnu, að við mundum hafa rætt um væntanlega endur-
fundi. Engum var ljósara en honum, hvert stefndi, og
hvernig sjúkleiki hans myndi enda, og með það í huga
voru eilífðarmálin kærasta umræðuefni hans. Trúin á
guð og kærleika Jesú Krists var orðin honum að bjarg-
fastri vissu, og þá vissu hafði hann hlotið gegnum nið-
urstöður sálarrannsóknanna. Þess vegna beið hann úr-
slitastundarinnar með fögnuði og feginleik, og nánari
fregnir af honum sannfærðu mig um það, að þar hefði
hann ekki orðið fyrir vonbrigðum. Samverustundirnar
með honum færðu mér nýar viðbótarsannanir fyrir því,
hvers virði guðstrúarvissan er fyrir sálir mannanna.
1) Sjá fyrra erindi mitt.
••