Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 70
'64
MORGrUNN
tekur við þeim, og þú kemur þeim þangað, sem þau eiga
að fara“.
,Máske hann geti sýnt þér, úr hverju hann hafi dá-
ið“, spurði frú G. Kvaran Jakob. „Hann getur það vafa-
laust“, mælti Jakob, „en hann segist helzt vilja vera
laus við að rifja upp dauðastund sína og aðdraganda
hennar. Hann segist hafa gefið það í skyn, er hann hafi
komið fyrst að sambandinu, og telur það muni nægja.
Iíann kveðst miklu heldur þrá að njóta sólbliks líðandi
endurfundar-stundar í ró og næði, en fara að rifja upp
og lifa aftur, þó að aðeins sé í minningunum veikindi sín,
en hann á eftir að segja meira“, hélt Jakob áfram. „Hon-
um þykir innilega vænt um fólkið sitt. Hann sýnir mér
mann hjá sér. Það er myndarlegur maður, er hann sýn-
ir mér, og honum þykir innilega vænt um hann, hann
elskar hann. Þetta er áreiðanlega faðir hans, er hann
er að sýna mér. Hann er fullkomlega meðalmaður á
hæð, hann er með alskegg, samt hefir hann ekki æfin-
lega haft það, helzt haft það á veturna, hann hafði
stundum bara yfirskegg; það er, eða hefir verið, ein-
hvern veginn jarpleitt á litinn. Hárið á honum hefir ver-
ið skollitt, það virðist orðið nokkuð þunt og hann er far-
inn að hærast. Hann er fremur toginleitur og hefir grá-
leit augu. Mér sýnist hann fremur þreytulegur á svipinn;
ennið er nokkuð hrukkótt. Þetta er einkar skýr og greind-
arlegur maður að sjá, og mér virðist sem einatt hafi ver-
ið leitað umsagnar hans og álits um eitt og annað. Hann
hefir áreiðanlega haft fleirum störfum að gegna en
þeim, sem beinlínis snertu hann sjálfan eða heimili
hans. Þetta er áreiðanlega ágætis maður, vandaður og
úbyggilegur. Þessi maður, sem hann er að sýna mér,
þekkir þig áreiðanlega, Einar. Pilturinn, sem eg er að
segja þér frá, tekur það beinlínis fram. Hann sýnir mér
nú líka konu hjá þeim. Hann horfir mjög innilega til
hennar. Hún raulaði stundum fyrir munni sér, þegar hún
var að ganga um húsið eða vinna verk sín. Konan er
I