Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 125
M0R6UNN
119
fleipur, þegar hann gerði ráð fyrir, að kirkjan yrði seig-
asti þrándurinn í götu spíritismans. Vitanlega átti hann
þar ekki við íslenzka kirkju. Síra Matthíasi hefir áreið-
anlega verið það jafn-ljóst og öðrum skynbærum mönn-
um, að íslenzk kirkja hefir nokkura sérstöðu fyrir víð-
sýni og frjálslyndi. Og sennilega er nú meginþorri ís-
lenzkra presta vinveittur spíritismanum. Kirkjublaðið,
málgagn prestanna, hefir nýlega flutt ummæli, sem eru
einkar góðgjarnleg í hans garð, bæði frá ritstjóranum
og öðrum prestvígðum mönnum. Og víðar hafa slík um-
mæli birzt úr þeim áttum. En hins er ekki að dyljast, að
yfirleitt hefir kirkjan verið spíritismanum fjandsamleg.
Um kaþólsku kirkjuna er öllum það kunnugt, hver af-
^taða hennar er til þess sambands við framliðna menn,
sem gerist utan hennar vébanda. Fyrir nokkurum árum
flutti M o r g u n n samsafn af hneykslanlegum ummæl-
um í garð spíritismans frá allmörgum dönskum prest-
um, og ekki er M o r g n i kunnugt um, að nokkur
danskur þjóðkirkjuprestur hafi veitt spíritistisku hreyf-
ingunni liðsyrði, né talað sanngjarnlega um hana. Um
fíngland, sem getur stært sig af því, að spíritistahreyf-
ingin er þar langlengst komin, er það að segja, að þó að
naargir ágætir kirkjumenn hafi skipað sér í fylking henn-
•ar, þá eru þó hinir prestarnir þar langt um fleiri, sem eru
henni andvígir, og frá sumum æðstu mönnum ensku
iíirkjunnar hafa nýlega birzt ummæli um hana, sem eru
alveg óboðleg. Enn verður ekki annað séð, en að kirkj-
an víðs vegar um heiminn ætli sér að verða sá þrándur í
götu, sem síra Matthías bjóst við að hún yrði, þó að hún
ráði ekkert við þá vantrúaröldu, sem um heiminn fer.
Það er ekki undarlegt, að síra Ófeigi og öðrum sann-
gjörnum mönnum finnist sú afstaða óeðlileg. En svona
er þessu háttað — því miður.
Bólstofan gleði vekur það sjálfsagt hjá mörgum
mönnum, að nú virðist vera að koma meiri
skriður á bálstofumálið en áður. Það mál hefir verið