Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 100
94
M 0 R G U N N
Sýnir Jóhannesar Guðmundssonar
Frá syni hans láhannesi á C’órshöfn.
Úlnliðurinn.
Þegar eg var innan við fermingu, á 11. eða 12. ári,
á Sílalæk í Þingeyjax-sýslu, þar sem eg er fæddur 24.
júní 1829, gekk eg eitt kvöld snemma vetrar fram í búr
í svarta myrkri til móður minnar, sem var að skarnta.
Þegar eg geng inn aftur í baðstofu, og var kominn í
krók þann, sem til hennar liggur úr göngunum, þá þótt-
ist eg verða var við að einhver stæði í krókhorninu. Spyr
eg þá, hver sé þarna, og rétti frá mér handlegginn um
leið, greip eg þá utan um kaldan mannsúlnlið, sem mér
virtist vera annað hvoi't á ungling eða kvenmanni. Slepti
eg óðara takinu og ætlaði að þetta væri einhver bræðra
minna, er eg vissi að áttu að vera í baðstofunni. Geng eg
svo í baðstofu og voru þá allir inni, sem vonlegt var að
þar ættu að vera. Fórum við svo með ljós fram og rann-
sökuðum bæinn, sem var lokaður, og fundum engan
mann, enda var engin von að nokkur lifandi eða sýni-
legur maður væri þar.
Surtur.
Þegar eg var innan við fermingu, bjó Jónas Einai’s-
son á Sandi, sem er næsti bær við Sílalæk, sem nefndur
var ,,heilla-góði“. Skipti hann jarðaábúð við Þorkel Þórð-
arson, sem bjó á þá Ytri-Tungu á Tjörnesi. Flytur svo
Þorkell á Sand. Fyrsta vetur hans þar á hann 13 sauði,
sem hann hefir í skála, er gekk fram á hlaðið á Sandi.
Einn þeirra var svartur forustusauður. Eitt sinn að morg-
unlagi, er hann fór að gefa sauðum sínum, var Sui'tur
hengdur undir garðabandinu. Nokkrum dögum síðar fór
Þorkell út á Húsavík fótgangandi. Daginn eftir sjáum