Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 41
M 0 R G U N >7 35 megin var hár múli úr dökku grjóti og minti það mig á Lookoutf jallið, þar sem járnbrautin liggur milli þess og Tennesseeárinnar. Þannig voru þrjár höfuðgreinar vit- undarlífsins, minni, dómgreind og ímyndunarafl, óskert- ar og starfandi. Eg beið eftir félagsskap um tuttugu mínútur eftir því sem eg komst næst; en enginn kom. Þá hugsaði eg á þessa leið: Það er sennilegt, að þegar einhver deyi verði hann að þræða sinn eigin veg og verði að gjöra það einn. Eins og engir tveir menn eru nákvæmlega eins, eins er líklegt, að engir tveir menn gti farið hinn sama veg inn í annan heim. Mér datt í hug, að þar sem nú væri víst um eilífa tilveru, lægi mér ekkert á, og eg gekk því í hægðum mínum, nam við og við staðar til þess að horfa á landslagið eða leit til baka til þess að gæta að, ef ske kynni, að einhver kæmi á eftir mér, eða gekk jafn- vel stundum til baka til þess að líta eftir samfylgdinni, sem eg þráði svo ákaft. Eg þóttist viss um, að einhver úr hinum heiminum mundi koma til þess að taka á móti mér, þótt eg væri ekki að hugsa um neina sérstaka persónu, er eg óskaði eftir, þótt undarlegt megi virðast. Englar eða árar, einhverjir koma til móts við mig — fróðlegt að vita hvort það verður! Eg hugsaði um það, að eg hefði ekki trúað öllum staðhæfingum kirkjunnar, en hafði skrifað um og kent munnlega aðra og betri trú, að því er eg hélt. En eg veit ekkert, hélt eg áfram í huganum, og þar sem um efa getur verið að ræða, þar getur um mistök verið að ræða. Eg get þess vegna verið að stefna að hræðilegum dómi. Og nú gerðist nokkuð, sem erfitt er að lýsa. Mér fanst eg verða var við ákveðna hugsun á mismunandi stöðum umhverfis mig: „Öttast ekki, þér er borgið!" Eg heyrði ekki neina rödd, eg sá engan mann, en þó var eg fullkomlega var við, að á ákveðnum stöðum, í mismunandi fjarlægð frá mér, var verið að hugsa þetta mér til gagns. En mér fanst það svo furðu- legt, hvernig eg gæti orðið var við þetta, að við lá, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.