Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 98
92
MORGUNN
hefði eg sagt yður það. Eg fer burt til að tilbúa yður
stað“. Þannig talaði hann með kyrlátu trausti um fram-
haldslífið. Sannleikurinn er, að eg fæ ekki skilið, hvern-
ig menn fara að játa kristna trú og efast um það.
Ef vér lítum á þetta líf sem einungis byrjun á píla-
grímsför vorri og hugsum um það sem undirbúning mik-
ilfenglegrar og víðtækari tilveru, þá ættum vér að geta
lært að fagna örðugleikum og tækifærum til þess að láta
gott af oss leiða og til þess að þroska lund vora. Því að
það er lyndiseinkunn vor og minningar, sem vér tökum
með oss. Vér breytumst ekkert á því augnabliki, sem vér
förum yfir um. Þeir, sem hinu megin eru, segja oss, að
þar séu verksvið fyrir hæfileika og dugnað. Vinir vorir
komatil þess að fagna oss, ervérförum yfir landamærin.
Vinátta er eins mikilsvirði þar og hér.
Til eru þeir, sem losnað hafa að miklu leyti við aga
þessa lífs og teknir hafa verið í burtu fyrir aldur fram,
að því er vér hugsum. Eg er stöðugt að fá bréf frá sorg-
mæddu fólki, sem finna til mikilla sárinda út af missi
barns eða unglings. Eg get ekki annað gert en gefið
þeim af þeirri fræðslu, er mér hefir verið veitt, og full-
vissað þau um, að öllu er borgið um börn þeirra og að
barna er vel gætt af góðu fólki. Slæðan milli heimanna
er að þynnast. Unt er, þegar skilyrðin eru fyrir hendi,
að komast í samband við þá, sem vér nefnum dána.
Þeim stendur enn ekki á sama um ást vora til þeirra og'
þeir endurgjalda hana að fullu; þeir þjást af ákafri
sorg vorri út af að hafa mist þá. Þeir hugsa ekki um
sjálfa sig sem dána, heldur sem sérstaklega lifandi nú,
lausa við tjóður líkamans og færa um að hreyfa sig að
geðþótta í hinu nýja ástandi, er þeir nota eteriska lík-
amann, sem þeir annars ávalt hafa haft. Þeir fullvissa
oss um, að þeim líði vel, að þeir stundi enn störf og að
kærleikurinn brúi djúpið.