Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 32
26
MOEGUNN
dóms, sem kirkja Krists á að vera og er þjónn og boð-
beri fyrir. Enda mun og skal svo fara, gegn um alt og
þrátt fyrir alt, að ,,einn verður hirðirinn“, Kristur, og
,,ein hjörð“, mannkyn alt. Og öllum alstaðar liður
vel, fyr eða síðar, samkvæmt fyrirheiti Krists og eðli
Krists andans.
En „maðurinn lifir þó ekki á einu saman brauði“ í
munni og maga dauðlegs líkama. Honum getur liðið og
líður líka oft óskaplega illa, þótt hann hafi nóg eða meir
en nóg af því brauði, ef hann hefir ekki jafnframt
„brauð lífsins", fæðu og svölun fyrir anda og sál:
Sannleik, réttvísi, sakleysi, hreinleik og fegurð sálar, og
um fram alt kærleika guðs og manna, alt samkvæmt trú,
kenning og dæmi Drottins Krists.
Kærir vinir, Krists vinir, meðtökum með fögnuði og
hagnýtum, eftir beztu vitund og getu, alt það, sem styð-
ur, styrkir og staðfestir trú og kenningu Drottins vors; en
mótstöndum og höfnum öllu því, sem er óguðlegt, ókristi-
legt — og þá líka ónáttúrlegt, ilt og ljótt og skaðvænlegt.
Já, höfum jafnan „Jesúm fyrir leiðarstein í stafni
og stýrum síðan beint í Jesú nafni á himins hlið“ — hlið
himnaríkis: fagurs og farsæls lífs hér á jörð, meðan hér
má dvelja, og hlið dýrlegs og sælufulls föðurhússins í
föðurlandi voru á himnum, er hérvist lýkur. — Og biðj-
um nú um hjálp hans og allra góðra og guðlegra máttar-
valda til þessa í hans nafni. Amen.