Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 47
MORGUNN
41
A6 kvöldi þess 18. september reyndi eg af öllum
mætti að senda tvífara minn frá mér. Eg misti meðvit-
undina. Þegar eg fékk hana aftur, mundi eg, að eg hafði
séð há fjöll, sem eg flaug yfir, aldingarða, löng stræti,
íbúðarhús og herbergi með nokkrum mönnum í. Eg
mundi, að eg hafði gert hreyfingar með hendinni og
að eftir það hafði eg ekkert hreyft mig. Meira mundi
eg ekki. Þann 20. september fékk eg eftirfarandi bréf
frá Nizza, dagsett 18. september:
Kæri bróðir, Luigi Bellotti. — Við höfum komið
saman aftur, eftir okkar skemtilegu tilraun, og okkur
er mikil ánægja að því, að senda yður tafarlaust sam-
fagnaðar kveðju okkar. Við höfum séð svipinn; hann
sýndi sig til hliðar við mig (hér er víst átt við miðilinn),
og hann skrifaði í loftið nafn, sem við höfum Ijósmynd-
að. Á ljósmyndnni sést mannslíkami og uppi yfir hon-
um nafnið Luigi Da Venezia.
Til skýringar skal þess getið, að Luigi Da Venezia
er gerfinafn, sem prófessorinn notar.
Undir bréfið hafa fundarmenn ritað, 8 að tölu.
Blaðið, sem flytur grein prófessorsins, flytur líka
eftirmynd af ljósmyndinni. Miðillinn er þar í miðjunni.
Fyrir ofan hana, vinstra megin, er nafnið Luigi Da
Venezia með skýrum stöfum. Undir orðinu Luigi er
svipurinn, gagnsær, svo að það sézt í gegnum hann,
sem bak við hann er.
Prófessorinn segir, að nafnið sé nákvæmlega eins
og hann skrifar það — að því einu undanteknu, að strik
vantar, sem hann er vanur að draga á undan L-inu, en
hann heldur að það stafi af því, að líkamaða höndin
hafi orðið að flýta sér svo mikið.
Líkamningurinn hélt sér 5 mínútur, og veruleikur
hans er sannaður með tveim ljósmyndavélum. Því er
haldið fram, að þetta sé vísindaleg og óyggjandi sönn-
un þess, að tvífari lifandi manns geti birzt.