Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 45
M 0 R G U N N
39
■voru landmörkin. Hér nam eg staðar, hugsaði mig um,
eins og Cæsar við Rúbikon og stríddi við samvizkuna.
Mér var Ijóst, að ábyrgðarhlutinn var mikill, en eg á-
kvað að gera það engu að síður, og rétti vinstra fótinn
út yfir mörkin. Um leið og eg gerði það, birtist þykt,
dökt ský fyrir framan mig og stefndi á andlit mitt. Eg
vissi, að mér yrði varnað framgöngu. Eg fann, að eg
misti máttinn til þess að hreyfa mig eða hugsa. Hendur
mínar féllu máttvana niður, eg laut áfram með axlir
og höfuð, skýið kom við andlitið á mér og eg vissi ekk-
ert af mér.
Augu mín lukust upp, án þess að eg yrði var við
neinar hugsanir eða neina áreynslu af mjnni hálfu.
Mér varð litið á hendur mínar og á litla rúmið, sem eg
lá í, skildi að eg var í líkamanum og mælti undrandi og
með vonbrigðum: ,,Hvað í ósköpunum hefir komið fyrir
mig? Verð eg að deyja aftur?“
Eg var mecj afbrigðum máttfarinn, en þó nógu
sterkur til þess að skýra frá þessari reynslu minni, þrátt
fyrir allar áminningar um að halda mér kyrrum. Skömmu
á eftir fékk eg uppsölu, ákafa og óviðráðanlega. Það
var um þetta leyti, sem Dr. J. H. Sewel frá Rockwood
kom í heimsókn, og hafði hann ekki vitað, að eg var
rúmfastur. Eg var með hræðilegan hiksta og er lækn-
arnir báru saman ráð sín, mælti hann: ,,Eg er hræddur
um, að ekkert nema kraftaverk geti bjargað honum“.
(Þá kemur stuttfrásögn um það, hvernig Dr. Wiltse
smám saman náði heilsu, en það tók nokkurar vikur frá
því „daginn, sem hann dó“, eins og sumir nágrannar
hans komust að orði).
Eg kem þá að næstu sögunni. Hún hefir það til síns
ágætis, að hún virðist óyggjandi. En að hinu leytinu
verður því tæplega haldið fram, að það hafi verið mann-
veran sjálf, sem þar er sagt frá, að farið hafi frá líkam-
•anum. Hitt er ef til vill líklegra, að það hafi verið part-