Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 119
MORGUNN
113
áfram, þá var hægt að ljúka öllu upp, ef maðurinn hafði
hugann á því afdráttarlausan!
,,Það verður að blæða úr knúunum", hugsaði Bobby
með sjálfum sér, ,,áður en unt er að segja, að maður hafi
reynt og ekki komið að haldi“.
,,Hann fann, að hann var tekinn að færast með ör-
uggara trausti nær skapferli þess manns, sem hélt fram
þessum grundvallarhugmyndum um lífið og nægtir þess,
°g var sérstaklega gagntekinn af tign hans og dirfsku“.
Þetta verður að nægja sem frásögn um bókina sjálfa,
að öðru leyti en að geta þess, að söguhetjurnar eru látn-
ar kanna af eigin reynslu þessar aðferðir og verða að-
njótandi þess árangurs í eigin lífi, sem sagðar hafa
verið fyrir.
Jafnvel þótt þessi stuttorða frásaga sé vitaskuld
mjög ófullnægjandi greinargjörð fyrir hugsunum heill-
bókar, þá átta menn sig væntanlega á, að það er ekki
alveg að ástæðulausu, að bókin hefir vakið nokkura at-
hygli. Ekki af því, að hún flytji mönnum þann boðskap,
sem sé hvorttveggja í senn, nýstárlegur og sannleikur,
heldur af hinu, sem drepið var á í upphafi, að aðalhugs-
un bókarinnar er að ýmsu leyti nálcomin einni hugsun
°g tilhneigingu, sem frá öndverðu hefir fléttast fast
saman við trúarbrögðin. Því þegar að er gáð, þá kemur
í ljós, að það, sem er sannleikur í henni, er ekki nýtt,
°g það, sem er nýtt, er ekki sannleikur. Það er ómót-
roælanlegur sannleikur, að sú mynd, sem dregin er upp
af höfundi kristninnar í N. T. er á þá leið, að manni
íinst sem sjálf öfl alheimsins sé að baki honum. Þessi af-
dráttarlausi sigur yfir óttanum, þessi fáheyrða fyrirlitn-
ing fyrir ytri kjörum, þessi nærri því óskiljanlega til-
finning fyrir því, að ekkert geti grandað manni nema
hað, sem hafi áhrif á sálarlíf manns, þetta takmarka-
lausa sjálfstæði andans, að unna öllu sem jarðneskt er,
en standa þó gjörsamlega óháður gagnvai't því — í
öllu þessu er falinn sá kraftur, sem manni finst vera
8