Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 84
78
M ORGUNN
ember heilsaði hann upp á mig hjá ungfrú Björgu
Hafstein.
Seinni hluta þessa fundar gat Finna þess, að hún
sæi út á úfinn sjó og heyrði þungan öldunið, það væri
hafrót og einhver móða yfir öllu. Segist Finna nú sjá hjá
mér mann með dökkjarpt hár, nokkuð mikið. „Hann
skiftir því í miðju, og mér sýnist hann greiða það aftur
með vöngunum. Hann hefir nokkuð mikið dökkt yfir-
skegg. Þetta er fremur snotur maður. Hann kemur með
drengjunum þínum og honum Eiríki1), og þessi maður
var með þeim á bátnum og druknaði þá líka“.
Lýsing þessi á að öllu leyti við Hallgrím Stefáns-
son frá Iíelgustöðum, mág Eiríks Helgasonar, er drukn-
aði með þeim, er „Kári“ fórst, vélbátur, er gerður var
út frá Helgustöðum.
„En svo sé eg nú líka hjá þeim gamlan mann. Hann
hefir alskegg, mikið er það að vísu ekki, mér finst eins
og hann hafi stundum klipt það, held, að það hafi upp-
haflega verið einhver gulleitur blær á því, en nú ber
mest á hærunum. Eg get ekki lýst honum nákvæmlega.
Fríður maður getur hann eiginlega ekki talist, en hann
er mjög hlýlegur og alúðlegur, eitthvað svo þýtt og
gott við hann. Mér sýnist eins og hann sé haltur, en samt
veit eg ekki, hvort hann hefir beinlínis verið það, en
hann hreyfir sig svo einkennilega til, er hann gengur;
mér sýnist hann eiga svo örðugt með að standa upp úr
sæti sínu, eins og hann haltri þá dálítið til hliðar. Eg
held, að hann hafi einhvern tíma verið veikur í fætinum.
Mér er næst að halda, að hann hafi einhvern tíma meitt
sig, orðið fyrir slysi og hafi borið þess menjar. Hann
hefir ekki farið í sjóinn með hinum, en eigi að síður á
hann eitthvað sameiginlegt með þeim. Hann hefir átt
heima á sama bæ og þeir. Hann þekkir þá alla mjög vel
1) Sjá fyrra erindi mitt.